Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1951, Síða 11

Skutull - 24.12.1951, Síða 11
S K U T U L L 11 V etr ar oly mpiuleikarnir ryrfrrv VI. vetrarolympiuleikarnir verða háðir í Osló dagana 14,—25 febr. 1952. Að öllu forfallalausu verða þetta fyrstu Olympíuleikarnir sem fs- firðingar taka þátt í. Þykir mér því hlýða að minnast á þá hér og undirbúning þeirra lítillega. Olympíunefnd fslands sér um allan undirbúning og ákveður keppendur fyrir fslands hönd. En Skíðasamband fslands fjallar og um undirbúning og val keppenda, en þeirra samþykktir eru aðeins ábendingar til Olymíunefndar. Að líkindum munu fjórir eða fimm ísfirðingar koma til greina sem keppendur á Olymíuleikunum fyrir fsland, en það verður stærsti keppendahópurinn frá einu byggð- arlagi, en keppendur verða 10 alls. Þessi niðurstaða Olympíu- nefndar kemur engum á óvart, því að ísfirðingar hafa sýnt það á undanförnum skíðalandsmótum að þeir eru vel að þessum heiðri komnir. En einhver sá mesti heiður, sem íþróttamanni get- ur hlotnast, er að vera valinn til Olympíufarar. Olympíunefnd er búinn að til- kynna, að sex keppendur verði sendir í göngu, það er í 50 km. göngu, 18 km. göngu og 4 x 10 km. Ebenezer Þórarinsson. tauminn og lætur gamminn geisa. Einstaka sinnum skjótast inn setn ingar, sem rjúfa heild stílsins, en annars er frásögnin lifandi og skemmtileg. Með ritun þessarar frásagna mun höfundurinn ekki hafa ætlað sér að skrifa bók, sem hefði mikið bókmenntagildi. En hún bregður upp mynd af þulnum, gerða með fáum hrjúfum dráttum, svo að þeir, sem til þekkja, kenna þar Gísla á Héðinshöfða. Þórleifur Bjarnason. boðgöngu . En Olympíunefnd er ekki búin að tilkynna það opin- berlega hverjir verði fyrir valinu. Það mun þó vera opinbert leynd- armál að til göngukeppninar verða valdir þrír ísfirðingar og þrír Þingeyingar. Eru það Isfirð- ingarnir: Ebenezer Þórarinsson, Gunnar Pétursson, Oddur Pétursson. Og Þingeyingarnir: Jón Kristjánsson, íslands- meistari í 18 km. göngu. ívar Stefánsson, íslands- meistari í 30 km. göngu. Matthías Kristjánsson. Þessir sex menn hafa nú í haust æft hér á ísafirði, undir stjórn J. Tenmann, skíðagöngukennara frá Noregi. Hafa æfingar verið skipulagðar, og nemendur lagt sig mjög fram við námið. Telja þeir sig hafa haft mikið gagn af kennslunni. Þjálf- arinn hefur látið í ljós, að nem- endurnir hafi verið samvizkusamir við þjálfunina og álítur hann að göngumennirnir verði vel undir- leikana búnir. Það er allt miklu óvissara um svig- og brunkeppnina, en heyrst hefur að aðeins þrír keppendur verði sendir í þessar greinar. Þessir skíðamenn hafa verið nefndir, sem hugsanlegir kepp- endur í svigi og bruni. Haukur ó. Sigurðsson, ísaf. Jón Karl Sigurðsson, ísaf. Magnús Brynjólfsson, Ak. Ásgeir Eyjólfsson, Rvík Stefán Kristjánsson, Rvík. Þórir Jónsson, Rvík. Enginn ágreiningur er um, að Haukur Sigurðsson, Islandsmeist- arinn í svigi og í samanlögðu svigi og bruni (Alpagreinunum), verði valinn til keppninnar. Öðru máli gegnir um Jón Karl Sigurðsson. Hann hefur dvalið í Svíþjóð síðan í vor hjá sænska Olympíuþjálfaranum Hans Hans- son og æft undir hans stjórn. Jón dvelur í sænsku borginni Áre, en þar er nú búið að byggja stærstu svigbraut í heimi enda á heims- meistarakeppnin í svigi og bruni að fara fram í þessari braut árið 1954. Aðstaða Jóns hefur því ver- ið alveg sérstæð að geta æft í þess- ari erfiðu braut og notið tilsagnar þjálfara sænsku Olympíufaranna. Bæði Skíðaráð Isafjarðar og Knattspyrnufélagið Hörður hafa bent Skíðasamb. íslands og Ol- ympíunefnd á Jón Karl sem kepp- anda vegna hinna ágætu skilyrða sem hann hefir haft til æfinga frá síðasta landsmóti, en þar bar hann af sínum keppendum svo glæsilega sem öllum er í fersku minni. 1 bréfi til Ksf. Harðar hefir Hansson látið þess getið, að Jón Karl hafi stundað æfingakerfi sitt af miklu kappi og sýnt alveg sér- stakan áhuga og samvizkusemi við þjálfunina með það fyrir aug- um að keppa á Olympíuleikunum. Telur hann Jón Karl fyllilega fram bærilegan sem keppanda fyrir Is- lands hönd. Þetta segist Hansson geta sagt, þar sem hann þekkir til íslenzkra svigmanna. Hefir Olympíunefnd verið sent þetta bréf Hansson. — Þess skal að lokum getið að það er réði því að Jón Karl einbeitti sér þannig að þjálf- un sinni undir Olympíuleikana að vetri komanda voru áeggjunarorð og loforð um að hann yrði sendur á leikana. Því verður ekki trúað að Ol- ympíunefnd gangi fram hjá Jóni Karl, þegar hún velur íslenzku þátttakendurna í svigi og bruni, því að Jón Karl er efalaust eini íslenzki svigmaðurinn sem er vel undir leikana búinn. — Isfirðing- ar munu fylgjast með því hversu fram vindur í þessu máli af mikl- um áhuga. 1 sænsku blaði birtist nýlega mynd af Jóni Karl og þess getiö að hann hafi þá nýlega keppt í skíðamóti og staðið sig með þeim ágætum að verða fyrstur í stór- svigi og annar í svigi og fyrstur 1952 í samanlögðu. Jón Karl mun nú fara fyrir alvöru að keppa á mót- um og vonandi er þetta byrjunin á afrekum hans í vetur á vett- vangi skíðaíþróttarinnar. Olympíunefnd hefur fengið gagnrýni í sambandi við störf sín, og sérstaklega í sambandi við Alpagreinarnar. I fyrsta lagi hvað fáir keppendur eru sendir í þess- ar greinar. I öðru lagi að skipu- legar æfingar fyrir svig- og brun- menn hafa engar verið og í þriðja lagi hvað seint ákveðið er hverjir verði fyrir valinu. En þessi drátt- ur á útnefningum Olympíunefnd- ar á svig- og brunmönnum sýnir, að ekki er einhugur um hverjir eigi að fara. Mun Skíðasambandið vera klofið um sínar ábendingar, enda ábyggilega mjög erfitt og vandasamt verk að velja aðeins þrjá keppendur af þeim sex fyrr- töldu svig og brunmönnum. En að- eins þrír menn til að keppa á leik- unum er of lítið. Lágmarkið er sex keppendur í þessar greinar, og ættu þá allir fyrrtaldir svigmenn að fara, og mundi þá Olmpíunefnd losna úr miklum vanda. I stökki mun einn þátttakandi verða sendur, Siglfirðingurinn Ári Guðmundsson, en hann er nú við nám í Svíþjóð. Ætlar Olympíu- Þingeyingarnir Ivar Stefánsson og Jón og Matthías Kristjánssynir. nefnd og Skíðasambandið að ganga fram hjá íslandsmeistaranum í stökki, Jónasi Ásgeirssyni frá Siglufirði. Þessi ráðstöfun er ákaflega ósmekkleg. Ég vil geta þess að lokum, að Skíðaráð ísafjarðar hefur sótt um styrk til bæjarstjórnarinnar, vegna ísfirzku keppandanna og vonandi sjá forráðamenn bæjarins mögu- leika til þess að verða við þeirri beiðni Skíðaráðsins, þótt vitað sé að í mörg horn sé að líta. Gunnlaugur Ó. Guðmundsson.

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.