Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1998, Síða 8

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1998, Síða 8
„Binnuhús“ gert upp Þau scemdarkjón, Halldóra Jónasdóttir (dóttir Jónasar Björns og Hrefnu) og Gunnar Trausti Guðbjörnsson (sonur Binnu Jóns) hafa undanfarin misseri eytt öllum sínum frístundum (og aurum) íað gera upp ceskubeimili Gunnars að Suðurgötu 26 á Siglufirði, svokallað „Binnubús“. Þau voru á kafi við að mála búsið að utan þegar ég tók þau tali ísumar. - Hvað er búsið gamalt? -Húsið er um eitt hundrað ára. Byggt árið 1904 af skip- stjóra sem svikinn var í ástum. Smiðurinn sem reisti húsið, sem kom í hlutum frá Noregi, var bróðir Guðmundar Einarssonar, vélsmiðs, en hann keypti húsið af hinum niðurbrotna kapteini. Húsið kemst svo í eigu ömmu og afa, þeirra Guðlaugar Gísla- dóttur og Jóns Jóhannessonar um 1906 eftir að það hrann ofan af þeim hús sem stóð á þeim slóðum þar sem hjálp- ræðisherinn var með sínar bækistöðvar. Þau bjuggu hér sinn búskap og komu upp sínum 8 börnum af þeim 10 sem þau eignuðust. Ofan á þetta stóra heimili leigðu hér stundum 2-3 fjölskyldur í einu auk einstaklinga. Hér gistu líka heilu áhafnirnar eftir skipsskaða, en afi var umboðsmaður fyrir norska útgerðarmenn eins og t.d. Roald sem bragginn frægi er kenndur við. Þetta hús hefur sál á því er enginn vafi og það góða sál. Hér ólst ég upp á héðan ákaflega góðar minn- ingar. Það er gott að sofna við regnið sem bylur á þakinu og heyra hvernig húsið tekur á sig vindinn. (En auðvitað er alltaf sól á Sigló, svo þetta er ekki oft!) -Hvenær bófust þið handa við tiltektina? Sumarið 1996. Við vorum búin að gera nokkrar tilraunir en óaði alltaf við vinnunni. Svo hafði hit- inn hafði verið tekinn af húsinu haustið 1995, þannig að eftir þann vetur var ljóst að það var annaðhvort nú eða aldrei að gera eitthvað. Það fóru þrír kúfaðir vörubílar út úr kjallaranum. Og síðan hafa farið, fram að þessu, um 100 svartir ruslapokar á haugana. Við skiptum um ofna í húsinu, settum upp sturtu og í rauninni gerðum við aðeins það allra nauðsynlegasta. -Hvernig er með stærri bluti? Rafmagnið er enn eftir en það er á fjárhagsáætlun 1999. Það munaði þó litlu að illa færi vegna rafmagnsins. Þegar við komum hér í fyrrasumar, tók ég eftir því að það rétt aðeins týrði á Ijósun- um. Þegar betur var að gáð neist- aði út úr veggnum þar sem heim- taugin liggur inn í húsið í kjallar- anum. Eg tók rafmagnið af og við tókum á okkur náðir. Brúðkaupsafmæli! Um morguninn fór ég í sturtu, sem er í kjallaran- um, í herbergi við hliðina á heimtauginni. Síðan fór ég upp og helli á kaffi. Til þess notaði ég gas vegna rafmagnsleysis. Síðan hóaði ég í frúna til að fara í sturtu og fá sér kaffi. Eg var að raka mig þegar ég heyri þetta skaðræðisóp og hún kemur á Evuklæðunum einum saman upp í gegnum kjall- aralúguna og tvær hurðir að auki á 2 sekúndum. Mér datt helst í hug, af því að þennan dag var brúðkaupsdagurinn okkar, að nú stæði eitthvað til! Þegar hún var að þurrka sér eftir sturtuna varð sprenging í heimtauginni og kjallarinn lýstist upp eins og gamlárskvöldi og fylltist af reyk. Raf- magnið fór ekki af úti í götu eins og hefði átt að gerast, en þeir rafveitumenn brugðust skjótt við þannig að þetta á ekki að koma fyrir aftur. -Hvernig er með kostnaðinn, er þetta ekki dýrti - Jú þetta hefur tekið í budduna. En við ætlum okkur að fara hægt og taka fyrir það nauðsynleg- asta. I þessu sambandi finnst okkur að bærinn eða peningastofnanir í bænum ættu að koma til móts við það fólk sem er að gera upp og dytta að göml- 8

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.