Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1998, Blaðsíða 10

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1998, Blaðsíða 10
Þj óðlagahátíð á Siglufirði? í tilefni af 60 ára dánarminningu séra Bjarna Þorsteinssonar Vart mun nokkur ein- staklingur hafa haft jafnt afger- andi áhrif á vöxt og viðgang Siglufjarðar á fyrstu áratugum þessarar aldar en séra Bjarni Þorsteins- son. Hann var ekki aðeins foringi í veraldlegum efnum heldur var hann einnig andlegur leið- togi, því séra Bjarni var prestur Sigl- firðinga um áratuga- skeið. Af ræðum hans og ritum má ráða að hann var óvenju framfarasinn- aður og á vissan hátt langt á undan sinni samtíð. Þótt Bjarni hafi unnið Siglfirðingum vel vann hann annað afrek sem þjóðin öll getur þakkað hon- um. Hann safnaði íslenskum þjóðlög- um, skráði þau og gaf út. Þjóðlagasafn hans er ekki tæmandi en er engu að síður stórmerkilegt afrek. Tónskáld hafa geng- ið í safn hans og byggt eigin stíl á þjóðlögunum auk þess að útsetja lögin og radd- setja. I ljósi þess hversu mikla þýðingu starf Bjarna Þorsteins- sonar hefur í tón- listarmenningu þjóðarinnar er löngu orðið tíma- bært að stofna til einhvers sem héldi nafni hans á lofti. Eðlilegast væri að slíkri stofnun yrði val- inn staður á Siglufirði. I fyrsta lagi mætti setja á fót lifandi safn ís- lenskra þjóðlaga, kennt við séra Bjarna Þorsteins- son. Þar yrði söfnun hans á ís- lenskum þjóðlög- um gerð skil í máli og myndum auk þess sem safnið yrði gert lifandi með tón- listarflutningi og hljóðsnældum. 10

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.