Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 1998, Qupperneq 13
Halldór Kröyer, en hann var yngsti sonur hjón-
anna í Höfn. En í ár eru 170 ár liðin frá þessum
atburði að Siglfirðingur leitaði æðri menntunar
út fyrir fjörðinn og er það alla vega einnrar
messu virði sem gott afmæli.
Eg ætla ekki að gleyma stofnun Sparisjóðs
Siglufjarðar, elsta sparisjóðs landsins, árið 1872,
en árið 1879 er mikið merkisár í mínum huga,
en það ár var stofnaður annar sjóður, sem lýsti
óhemju mikillri fram-
sýni Snorra Pálssonar, en
það var Ekknasjóður-
inn, og var hann ætlaður
til styrktar ekkjum og
munaðarlausum. Þetta
var fyrsta lýðhjálpin
utan fátækraframfærslu
hreppsins og byggðist á
líkri hugsun og alþýðu-
tryggingarnar tæpum 60
árum síðar og tíu árum
áður en Bismarck stofn-
aði fyrstu almannatrygg-
ingarnar í Þýskalandi.
En Snorri Pálsson lét
ekki þar við sitja. Fyrir
forgöngu hans var
Hvanneyrarhreppur
gerður að sérstöku lækn-
isumdæmi það sama ár
og hafa læknar setið óslitið á Siglufirði síðan. I
ár getum við hins vegar haldið upp á 70 ára af-
mæli sjúkrahúss á Siglufirði í eigu Islendinga, en
gamla sjúkrahúsið var tekið í notkun í fyrsta
sinn árið 1928. Eitt afmælið enn. Fyrsta sjúkra-
húsið hins vegar var Norska sjómannaheimilið.
Þetta er hús norskra síldveiðisjómanna, sem gert
er úr norskum viði og tilhöggið í Haugasundi í
Noregi Það var reist fyrir samskot Norðmanna
og vígt þann 12. september 1915 að viðstöddum
hundruðum sjómanna frá mörgum löndum.
Maðurinn á bak við þetta allt var sr. Bjarni Þor-
steinsson. Hann vígðist til Hvanneyrar haustið
1888, eða fyrir réttum 110 árum. Hér höfum við
enn og aftur ástæðu til að fagna einu afmælinu til
viðbótar. Slíkan happafeng rekur ekki á fjörur á
hverjum degi í afskekktri útkjálka byggð, sem
Siglufjörður var þá. Sr. Bjarni Þorsteinsson var
stórmenni og besti sonur Siglufjarðar. Afrek hans á
tónlistarsviðinu eru einsdæmi við fábrotnar að-
stæður, söfnun Þjóðlaganna má líkja við björgun
handritanna á sínum tíma. Stórhátíðir kirkjunnar
eru óhugsandi án hátíðasöngvanna og Aftansöng-
urinn hljómar frá kirkjunni okkar, kirkjunni hans,
á hverjum degi.
Stórvirki sr. Bjarna í stjórnsýslu, uppbygg-
ingu, menntamálum og líknarmálum verða seint
fullþökkuð. Barátta hans í kaupstaðar-réttinda-
málinu lauk með sigri, sem hann gat kynnt í há-
tíðarræðu sinni 20. maí 1918. Hann var okkar
Jón Sigurðsson.
Stjórnskipaður
framkvæmdastj óri
hinnar nýju bæjar-
stjórnar var fyrstu 20
árin hinn nýskipaði
lögreglustjóri eða bæj-
arfógeti. Það var fyrst
árið 1938 sem Siglfirð-
ingar fengu fyrsta bæj-
arstjórann. Það eru ná-
kvæmlega 60 ár síðan,
ef einhverjum finnst
skorta á afmæli, til að
halda upp á þetta árið.
Sr. Bjarni Þorsteins-
son endaði ræðu sína
20. maí 1918 með
draumsýn um það,
hvað gæti gerst með
Siglufjörð í framtíð-
inni. Hann sá nær alla
sína drauma rætast næstu árin á eftir.
Ég vil fyrir hönd Siglfirðingafélagsins í
Reykjavík og nágrennis flytja öllum Siglfirðing-
um á heimaslóð okkar bestu árnaðaróskir. Ég
held að tilfinningum okkar sé best lýst í blómi
Davíðs Stefánssonar:
Ut til annarra landa
fer árlega fjöldi manns
sem gerði lítið úr gróðri
síns gamla heimalands.
En svo koma fley úr ferðum
með ferðamennina heim
og ættjörðin speglast aftur
í augunum á þeim.
Pví lengri för sem er farin
því fegra er heim að sjá
og blómið við bcejarvegginn
er blómi, sem allir þrá.
Blessist og blómgist Siglufjörður
á komandi öld!
Jón Sœmundur Sigurjónsson, formaður SÍRON, heldur
hér hátíðarraðuna.
13