Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1998, Blaðsíða 17
Kristinn Guð-
mundsson var sýn-
ingarstjóri þetta
kvöld og hjá honum
í sýningarklefanum
var Ragnar, elsti
sonur Thorarensen.
Filman sem verið
var að sýna slitnaði
fyrir ofan ramma og
svo illa vildi til að
filmuræman rúllaði
inn í kolbogahúsið
(ljósgafann). Þá
voru filmurnar úr
efni sem kallað var
nitrit, sama efni og
var notað í riffilskot
í stríðinu. Ekki var
að sökum að spyrja,
það kviknaði í og
fyrr en varði varð úr
eitt eldhaf. Kristinn
byrjaði á því að
koma Ragnari út,
fór síðan og slökkti
á vélinni og ætlaði
að freista þess að
koma logandi film-
unni út. Hann greip
um spóluna, bar hana út að glugga en um leið og
aukið súrefni umlukti spóluna varð allt alelda.
Kristinn brenndist illa bæði á höndum og andliti.
Það er að segja af áhorfendum að það gleymd-
ist að kveikja ljósin í salnum en áhorfendur
komust ekki hjá því að sjá hvað var að gerast,
fyrst þegar slitnaði og síðan af eldbjarmanum og
allir þutu hver um annan til dyra. Engin alvarleg
meiðsl urðu á fólki ef undan er skilinn sýningar-
stjórinn.
En síðar var sagt frá því
að tréklossar sem færeyin-
garnir áttu hefðu verið á
floti um allan salinn, en
þeir höfðu flestir skilið þá
við sig í látunum við að
komast út og sagnir herma
að það hafi verið spaugilegt
að fylgjast með daginn
eftir, er þeir reyndu að þekkja og endurheimta
skótau sitt og sumir kröfðu „bíóið“ um nýja skó
eða bætur fyrir
þá gömlu, sem
þeir fengu.
Það urðu ekki
mjög miklar
skemmdir á hús-
inu og hófust
sýningar aftur
nokkrum mán-
uðum síðar. Sýn-
ingarstjórinn
stjórnaði
uppsetningunni á
tækjabúnaði aft-
ur en gat lítið annað gert þar sem hann var með
reifaðar hendur. Hann hóf þó sýningar að nýju
þegar húsið var tekið í notkun aftur.
Athyglisvert er um þennan atburð að það er
til filmubútur sem eftir var í myndrammanum
(ein heil mynd), rammi lítilsháttar sviðinn og á
svörtum fleti standa þessi orð: „Dod over Nero,
Dod over Brændstifteren“. En einmitt á þessari
stundu í bíómyndinni sjálfri stóð yfir bruni
Rómarborgar á dögum Neros
eins og sagan segir og á tjaldinu
í salnum var einmitt eldsvoði og
textinn er tilkominn þar sem
fólkið „hrópaði“ formælingar
yfir Nero. En þetta var ein af
„þöglu“ myndunum sem verið
var að sýna og talmyndirnar
ekki komnar.
Heimildir frá Steingrími Kristinssyni, úr blöðum,
gefnum út á Siglufirði á þessutn tíma. Einnig ýmsar
munnlegar beimildir.
Þessar myndir
eru úr sal Nýja
bíós hér á árum
áður. Onnurfrá
leiksýningu og
hinfrá
tónleikum.
Sendandi
og Ijósmyndari:
Steingrímur
Kristinsson.
Dad over Nero! Dod
over Brondstifteren!
17