Búnaðarrit - 01.01.1976, Page 18
12
BÚNAÐARRIT
Pál Líndal í nefnd með ósk um, að Búnaðarfélag Islands
tilnefndi 2 fulltrúa í nefndina og Stéttarsamband bænda
2 fulltrúa. Stjórn Búnaðarfélags Islands varð við þessari
ósk og tilnefndi Jónas Jónsson, ritstjóra, og Árna G. Pét-
ursson, ráðunaut, í nefndina. Stéttarsamband bænda til-
nefndi þá Árna Jónasson, erindreka, og Jón Helgason,
alþingismann, af sinni hálfu. Nefndin er því fullskipuð,
en mun lítt liafa starfað til þessa. Þessari nefnd er ekki
ætlað að fjalla um meginatriði ályktunar um Mál 23,
þ. e. sjálfan eignarrétt á landinu, gögnum þess og gæðum.
Stjórn Búnaðarfélags Islands í samráði við formann
Stéttarsambands bænda, fól búnaðarmálastjóra í sam-
vinnu við formann Stéttarsambandsins að leita eftirfærum
lögfræðingi til að taka saman öll mikilvægustu lög, liefð
og önnur rök fyrir því, livað bændur og sveitarfélög eigi
af landinu, sérstaklega liálendinu, og náttúrugæðum þess.
Enn böfum við Gunnar Guðbjartsson ekki lokið þessu
starfi.
Samslarfsnefnd um skipulagsmál í landbúna&i er enn
að störfum. I lienni á Búnaðarfélag íslands einn fidltrúa,
Ketil A. Hannesson, en aðrir nefndarmenn eru: Gunnar
Guðbjarlsson, Hjarðarfelli, Árni Jónsson, landnámsstjóri,
Jón R. Björnsson, fulltrúi bjá Framleiðsluráði landbún-
aðarins, Bjarni Bragi Jónsson, bagfræðingur bjá Fram-
kvæmdarstofnun ríkisins og Guðmundur Sigþórsson, deild-
arstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, og er bann formaður.
Nefndin hefur gert tillögur til landbúnaðarráðuneytis-
ins um að gerð verði framkvæmdaráætlun fyrir Árnes-
brepp í Strandasýslu. Ráðuneytið hefur vísað málinu aft-
ur til nefndarinnar með ósk um, að bún geri þessa áætlun,
sjá ennfremur starfsskýrslu búnaðarbagfræðiráðunauts,
ICetils A. Hannessonar.
Nefnd til að alhuga um uppeldi nautkálfa fyrir nauta-
stöSvar. í þessari nefnd eiga sæti Diðrik Jóhannsson og
Einar Ólafsson frá Búnaðarfélagi Islands og Guðmundur
Stefánsson, ráðunautur, og Hermann Guðmundsson, Blesa-