Búnaðarrit - 01.01.1976, Page 21
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA
15
aðsloð landgræðslimnar bárn bændur þarna á baglendi,
sem var þá undirlagt af maðki, en tún þurftu þeir að
beita fram eftir öllu vori jafnvel fram á slátt, til að liafa
liaga fyrir fénað sinn. Hinn 31. ágúst fór búnaðarmála-
sl jóri, ásamt Einari Olafssyni og Hjalta Gestssyni í ferð
um uppsveitir austanverðrar Árnessýslu og vesturbluta
Rangárvallasýslu með viðkomu í Landsveit. Var þá
ánægjulegt að sjá, bve maðkskemmdu svæðin frá því
um vorið litu vel xit, voru sílgræn í mikilli sprettu, þegar
önnur jörð var byrjuð að sölna.
Stjórna nefndarmenn, ýmist einn eða fleiri í senn
ásamt búnaðarmálasljóra, og þeim Páli A. Pálssyni, yfir-
dýralækni, og Sveinbirni Dagfinnssyni, ráðuneytisstjóra,
fóru nokkrar ferðir að Litla-Hrauni við Eyrarbakka, en
þar starfrækir Búnaðarfélag íslands stóðhestastöð síðan
1974 samkvæmt lieimild í búfjárræktarlögum. I stjó n
þessarar stöðvar eru auk stjórnar Búnaöarfélags Islands
þeir Páll A. Pálsson og Sveinbjörn Dagfinnsson, sem
er ritari stjórnarinnar, en Ásgeir Bjarnason formaður.
Um starfsemi stöðvarinnar vísast til starfsskýrslu Þorkels
Bjarnasonar, hrossaræktarráðunauts.
Stéttarsamband bænda bauð stjórn lelagsins og bún-
aðarmálastjóra að sitja aðalfund Stéttarsambandsins að
Laugarvatni dagana 29.—31. ágúst, en þessi fundur var
jafnframt bátíðarfundur, til að minnast 30 ára afmælis
Stéttarsambandsins. Hjörtur E. Þórarinsson gat ekki þegið
boðið. Fundur þessi var liinn ánægjulegasti og fór fram
með festu og virðuleika. Sérstaklega var minnst þeirra
forystumanna, sem stóðu að stofnun Stéttarsambands
bænda, bæði þeirra, sem lífs e:u og liðnir.
Einar Ólafsson og búnaðarmálastjóri fóru í stutta ferð
norður í Húnaþing um réttaleytið til að sjá bin fjármörgu
söfn, sem rekin eru af heiðum Húnvetninga. Var fé vænt
og vel útlítandi þrátt fyrir stöðuga fjölgun þess. Tæki-
færið var notað til að ræða við fjölda bænda um búskap,
heyverkun og ýmis vandamál.