Búnaðarrit - 01.01.1976, Síða 31
25
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA
B. 1., sérfræð'ingar og faglepir aðstoðarmenn Rannsókn-
arstofnunar landbúnaðarins, sumir kennarar frá bænda-
skólunum, sérfræðingar frá Landgræðslu ríkisins, Land-
námi ríkisins og fleiri. 1 starfsskýrslu Óttars Geirssonar
er skýrt frá þeim viðfangsefnum, sem tekin voru fyrir á
ráðstefnunni með erindum og umræðum. Ráðstefnan fór
vel frain og var hin fróðlegasta. Búnaðarfélag Islands
þakkar öllum, sem stóðu að ráðstefnu þessari.
NámskeiS um meSferð djúpfrysts nautasœSis og sœS-
ingar liélt Búnaðarfélag Islands 3.—27. nóvember fyrir
nokkra unga menn, sem liefja ætla störf á dreifingar-
stöðvum nautastöðvanna. Ólafur E. Stefánsson undirbjó
námskeið þetta með aðstoð Páls A. Pálssonar, yfirdýra-
læknis, og Diðriks Jóbannssonar, framkvæmdarstjóra.
Auk framantaldra manna kenndu á námskeiðinu dýra-
læknarnir Sigurður Sigurðsson og Valdimar Brynjólfsson
og ráðunautarnir Erlendur Jóhannsson og Sveinn Hall-
grímsson, Þorsteinn Þorsteinsson, lífeðlisfræðingur á
Keldum, og Stefáu Ólafur Jónsson, deildarstjóri.
NámskeiS og fundir fyrir bamdur. Engin lengri kennslu-
námskeið með fyrirlestrum voru haldin fyrir bændur,
en albnargir fræðslufundir voru lialdnir, að ósk búnáðar-
sambanda og/eða búfjárræktarfélaga, þar sem einn eða
fleiri starfsmenn félagsins mættu til að flytja erindi og
svara fyrirspurnum. 1 starfsskýrsbun ráðunautanna geta
þeir um þá fundi, þar sem þeir fluttu erindi.
Eftir að Einar E. Gíslason, ráðunautur Bsb. Skagfirð-
inga, hafði dæmt á hrútasýningum í Eyjafirði og Skaga-
firði haustið 1974, taldi liann fjárval í þessum béruð-
um stefna í óefni, ef ætlunin væri að framleiða úrvals
dilkakjöt. Þetta leiddi til þess, að Einar og Ólafur
Vagnsson, ráðnnautur Bsb. Eyjafjarðar, óskuðu þess, að
við Stefán Scb. Thorsteinsson, annar livor eða báðir,
mættu á Sauðárkróki og Akureyri með sýnisliorn af
dilkaföllnm frá Hesti úr tilraun, sem þar liafði verið
gerð um árabil, til að rannsaka, lxváða ábrif lioldafar