Búnaðarrit - 01.01.1976, Page 58
52
BÚNAÐARRIT
ustu görðunum. Um uppskeru gulrófna er lítið vitað, en
lítið framboð undanfarna mánuði bendir til þess, að vart
muni mikið magn fyrir hendi, nema því aðeins, að fram-
leiðendur geri það af ásettu ráði, að draga fram á vetur-
inn að setja gulrófur á markað. Líkur eru fyrir, að kál-
maðkur liafi víða leikið gulrófur grátt, því að óviðun-
andi ástand hefur skapazt í eiturefnamálum, vegna ein-
strengingslegra sjónarmiða og seinagangs um skrásetn-
ingu og viðurkenningu á varnarlyfjum. Af þessum sökum
eru ennþá aðeins örfá plöntulyf af öllum þeim fjölda,
sem áður voru á markaði, sem sloppið hafa í gegnum
nálaraugað og lilotið viðurkenningu til sölu. Að sjálf-
sögðu á ekki plöntulyfjasala að vera með öllu frjáls, né
lieldur liverjum sem er heimilt að kaupa og nota liáeitr-
uð lyf, en þetta mál verður þó að vera það rúmt í snið-
um, að fólk þurfi ekki að gefast upp við ræktun á róf-
um og öðrn grænmeti, hvort sem starfið er atvinna eða
föndur í frístundum. Ræktun á káli og öðru útigrænmeti
gekk einnig illa. Vorfrost eftir sáningu skemmdu t. d.
gulrætur sums staðar. Hljóp í plönturnar korka, sem
þær gátu ekki sigrast á, jafnvel þótt á köflum væru
sæmileg lilýindi. Þetta kom ekki síður fram í yljuðum
görðum á hverasvæðum en í köldum. Verulegur aftur-
kippur hljóp í allt kál, og af þeirn sökum reyndust veru-
leg brögð að því, að blómkál yrði höfuðvana eða liausaði
sig þá svo smátt, að eftirtekjan varð hverfandi lítil. Þáð
kál, sem komst yfir þetta þroskaðist seint, sökum skorts
á sólskini og yl. Lítið sem ekkert kál fór að herast verzl-
unum fyrr en seint í ágúst, og sömu sögu er að segja um
pottarófur. Sölufélagi garðyrkjumanna hárust alls rúm-
lega 83 smálestir af livítkáli, en það var 17,5 smál. minna
en árið áður. Gulrótauppskera reyndist 37,8 smál. eða
10 smál. minni en 1974. Blómkál skilaði 17,4 smál., en
þar sem blómkál var nú í fyrsta sinn selt eftir vigt í
stað stykkjatölu, er ekki auðvelt að gera samanburð við
uppskerumagn áður. Trúlega gæti magnið hafa verið