Búnaðarrit - 01.01.1976, Page 67
SKÍRSLUR STARFSMANNA
61
æskilegt er að styrkja þau, a. m. k. ef þau eru ekki á
því skýlli stöðum, eu að öðru leyti geta liús þessi gegut
því hlutverki, sem þeim er ætlað.
Ég teiknaði mörg gróðurhús fyrir garðyrkjuhæudur
á árinu, og er verulegur hugur í mörgum garðyrkjubænd-
um að stækka stöðvar sínar, og væri það eflaust í mörg-
um tilvikum þeim fjárhagslega liagkvæmt sökum þess, að
víða e:u rekstrareiningar í minnsta lagi. Þetta mál liafði
þó ekki þann framgang sem æskilegt var á liðnu ári
sökum þess, að lánasjóðir lil gróðurhúsabygginga virtust
ekki liafa yfir neinu fjármagni að ráða. Varð útkoman
sú, að aðeins þrjú gömul gróðurhús voru endurbyggð á
árinu, en nýbyggingar voru engar. Er þetta mjög liæltu-
leg framvinda sökum þess, að verulegur hluti íslenzkra
gróðurhúsa er orðinn allgamall, og er að nokkru leyti
hættur að gegna hlutverki sínu sem fullgild framleiðslu-
tæki. Ef svo heldur sem nú horfir, er því bein liætta á
stöðnun og síðan aflurför. Má m. a. nefna, að einn aðili
var búinn að flytja inn og fá tolhifgreitt nýtt verksmiðju-
framleitt gróðurhús af fullkomnustu gerð, 800 ferm. að
stærð, en treysti sér ekki til að reisa það sökum fjár-
skorts, og lánsfyrirgreiðslu var enga að Iiafa.
Hins vegar er skylt að geta þess, að mjög vaxandi
skilningur er fy:ir hendi að vanda nýbyggingar gróður-
liúsa og lnigsa meira um ræktunargildi liússins og end-
ingu en kostnað við byggingu. Sama gildir og um tækni-
búnað gróðurhúsa, að menn gera sér æ betur I jósa nauð-
syn þess, að sjálfstýring á liita og loftun er sjálfsögð
ráðstöfun, sem gefur aukið ræktunaröryggi og sparar
mikla vinnu. Sama gildir og um sjálfvirka vökvun og
áburðargjöf. Hins vegar hafa háir tollar, dýr fhitningur
og hár söluskattur dregið mjög úr eðlilegri þróun þess-
ara mála, og höfum við óneitanlega dregizt aftur úr ná-
grannaþjóðum okkar á þessu sviði. Fyrsti hluti ársins
1975 var með bjartara móti þannig, að gæði ylræktaðra
plantna framan af árinu urðu með betra móti, en þegar