Búnaðarrit - 01.01.1976, Side 92
86
BÚNAÐARRIT
Alls liafa verið sentlir 206.698 skammtar til dreifingar-
stöðva frá því að stöðin tók til starfa. Notkunin á sæði
úr holdanautum minnkaði á s. 1. ári um fjórðung. Úr
reyndum nautum voru sendir út 14.527 skammtar, en
15.905 úr óreyndum. t 4 geymslutönkum Nautastöðvar-
innar eru geymd um 226.200 strá, sem er nokkuð minna
magn en árið áður. Er það afleiðing af allt of fáum
nautum á Nautastöðinni, eins og ég vék að í síðustu
starfsskýrslu minni. Milli nautastöðvanna voru nokkur
sæðisskipti úr völdum og óreyndum nautum á árinu.
Nautastofninn. Á Nautastöðinni voru á fóðrnm 8 til
16 naut í senn. 1 árslok voru þau 15, en auk þeirra voru
12 í einangrun annars staðar. Slátrað var 5 nautum á
árinu. Eru þau talin liér á eftir. t sviga aftan við nöfn
nautanna er tala stráa með sæði úr þeim, þegar þau
eru felld, slátrunardagur og fallþungi í kg: Borgþór
72015 (6700, 23. 1., 228), Logi 73004 (0, 23. 1., 216),
Hersir 73003 (7100, 28. 4., 257), Hugi 73009 (6500, 27. 5.,
223), Stafur 73006 (6000, 31. 8., 245). Voru þessi naut
felld, eftir að því sæðismagni hafði verið safnað úr
hverju, sem kynbótanefndin ákvað, að skyldi fryst. Úr
Loga 73004 náðist aldrei nothæft sæði til frystingar.
Á skrifstofunni var starfið svipað og áður. Uppgjör
á sæðingarskýrslum og reikningshaldi vom aðalverkefnin.
Eins og áður er getið, voru sæddar kýr á árinu 1975
18.870, en innheimt voru gjöld af 23.435 kúm lil þess
að ná 85% þátttöku búnaðarsambandanna, þar sem hlut-
fallstala sæddra kúa var alls staðar lægri.
Starfsmaður við Nautastöðina auk mín er Ingimar
Einarsson, og vil ég þakka lionum vel unnin störf. Eins
og undanfarin ár hirti ég nautin þá daga, sem hann
var að heiman, og sunnudaga, alls rúmlega 100 daga. Ég
sat á árinu alla fundi kynbótanefndarinnar og 2 fundi
í nefnd, sem falið var að undirbúa byggingu sameigin-
legrar nautkálfauppeldisstöðvar fyrir báðar nautastöðv-
arnar. Var Magnús Sigsteinsson beðinn um að gera til-