Búnaðarrit - 01.01.1976, Page 108
102
BÚNAÐARRIT
valinu. Var ánægjulegt að liitta austur þar, gamla skóla-
bræður og félaga og kynnast nýjum. Vonast ég til að
geta orðið þeim að einhverju liði.
Hrossaræktarsamband Skagfirðinga lilaut nú lang hæst
framlag til starfsins. Þeir notuðu 8 afkvæmasýnda stóð-
hesta: Sörla 653 frá Sauðárkróki, Rauð 618 frá Kolkuósi,
Forna 627 frá Fornustekkjum, Blakk 614 frá Kolkuósi,
Dreyra 621 frá Vatnsleysu, Sóma 670 frá Hofsstöðum,
Hörð 691 frá Kolkuósi og Þokka 607 frá Viðvík. Héraðs-
ráðunautur, Einar E. Gíslason, valdi beztu ungfolana
á héraðssýningu, sem lialdin var á Vindheimamelum 28.—
30. júní, en þar voru einnig sýndar liryssur. Var hér
um nýjung að ræða, og skrifaði ég um allar sýningar í
Hestinn okkar, 4. thl. 1975. Margt lirossa var tamið í
héraðinu, á Sauðárkróki, Vatnsleysu, Torfagarði, Syðra-
Skörðugili, Hólum og víðar. Þá voru vahlar hryssur undir
Baldur 790, en það er nýjung, senx gefa þyrfti rneiri
gaum. Keyptur var stóðhesturinn Fákur 807 frá Akur-
eyri, er hlaut 1. verðlaun í sumar á Vindheimamelum.
Hinn 3. apríl var ég frummælandi ásamt Kjartani
Georgssyni, hónda á Ólafsvöllum, á fjölmennum fundi í
Varmahlíð, þar sem við rædduin ræktunarmál og undir-
búning að stofnun Hagsmunasamtaka stóðhænda fyrir
allt landið.
Hrossarœklarsamband Austur-Húnvetninga girti gott
land á Botnastöðum í Svartárdal og bæta þeir stöðugt
aðstöðu sína. Notaðir voru 4 afkvæmasýndir stóðliestar,
sem er 21% af öllum hestunum, og er það hæsta hlutfall
allra sambandanna. Það er rétt ræktunarstefna, þótt sá
þáttur vegi e. t. v. ekki á móti því, live margar af folalds-
mæðrunum eru ótamdar. Folaskoðun fórst fyrir og var
annríki mínu á þeim tíma um að kenna.
SnœldufélagiS á frernur erfitt uppdráttar, en þó lield
ég að áfram miði.
I V.-Húnavatnssýslu átti ég að skoða hryssur, en enginn