Búnaðarrit - 01.01.1976, Page 156
150
BÚNAÐAKHIT
ann. Því nást þessi dýr venjulega fljótt aftur, en út úr
búrunum komast þeir ekki nema um lilið eða göt á
girðingu.
Veiðiskýrslur
Að þessu sinni liafa borizt álíka margar veiðiskýrslur frá
sveitarfélögum og undanfarin ár. Það vantar alltaf nokkr-
ar skýrslur, og þá oft frá sömu aðilum ár eftir ár.
Skýrslan, sem liér er birt, sýnir aðeins færri (1174)
unna refi lieldur en árið áður, sem bendir til, að um
fjölgun í refastofninum er ekki að ræða. Mest liefur
fækkun þeirra orðið á sunnanverðu landinu eða allt frá
Hornafirði til Vestfjarða. Fjöldi refa, sem unnir eru í
hverju sveitarfélagi, getur verið nokkuð mismunandi ár
hvert. Fer það eftir því, ltvernig grenjavinnslan gengur,
og svo er alltaf eitthvað um óþekkt greni, þar sem dýrin
leiða óáreitt út.
Tala minka (4043) er svipuð og var árið áður. Fjöldi
minka, sem vinnst, er lieldur meiri bin síðustu árin, en
þess ber að gæta, að sú aukning er vegna útbreiðslu
þeirra um austan- og vestanvert landið, en í þeim lands-
blutum voru engir minkar fyrstu árin, sem veiðiskýrslur
voru birtar. Það er staðreynd, að víða verður vel ágengt
í eyðingarstarfinu og sums staðar er þeim gjöreytt eða
haldið í skefjum þannig, að um enga fjölgun er að ræða.
Svartbakur
Alls bárust mér tölur um 5502 svartbaka, sem voru unn-
ir með skotvopnum. Er þessi tala nokkru hærri en undan-
farin ár, en ástæðan fyrir því mun vera, að stjórn Selfoss-
hrepps gerði sérstakt átak í eyðingu þeirra, með því að
ráða tvær skyttur, sem unnu nokkuð á fjórða þúsund
fugla, sem sóttu inikið að sorpliaugum í nágrenninu. Mér
er einnig kunnugt um, að nokkrir varpbændur við Breiða-
fjörð „gerðu út“ skyttu til að eyða svartbak. Vann þessi