Búnaðarrit - 01.01.1976, Page 213
BÚNAÐAUI* ING
207
vegar er það raunhæfasta leiðin til ])ess að bæta lir því
ástandi, sem nú ríkir í þessum efnum. Því er einsýnt, að
innflytjendur búvéla og tækja 111 landbúnaðar þurfa að
liafa greiðan aðgang að lánsfé til þess að byggja upp
varalilutalager sinn og geta veitt þá þjónustu, sem bráð-
nauðsynleg e: og ráðið getur úrslitum um það, hvernig
til tekst, t. d. með heyskap, rekstur vinnuvéla o. fl.
Hjá því verður aldrei komizt að sérpanta og fá lil
landsins með flugvélum nokkurt magn varahluta. Undir
slíkum kringumstæðum er sérstaklega áríðandi, að sem
allra stytztur tími fari í það að afgreiða slíkar pantanir.
Ef lager sá, sem hlutirnir eru fengnir frá erlendis, liggur
vel við flugsamgöngum til Islands, tekur það oft mjög
skamman tíma að ná varahlutasendingu til landsins. Þá er
eftir að leysa sendinguna út í banka og fá hana tollaf-
greidda. Slíkt teku ■ oftast langan tíma, stundum svo
langan, að með ólíkindum er. Þessu verður að ráða bót
á og skapa nú þegar aðstöðu til þess að leysa út og toll-
afgreiða hluti, strax og þeir berast til landsins.
Segja má, að með fáum undantekningum sé greiddur
7% innflutningstollur og ekkert vörugjald af vélum og
tækjum, sem ællaðar eru til notkunar í landbúnaði. Stór-
ar og aflmiklar dráttarvélar svo og dráttarvélar með fjór-
lijóladrifi falla þó undir 25% toll.
Ef aukabúnaður, s. s. dráttarkrókur, kemur með drátt-
vélinni og verð búnaðarins er innifalið í verði vélarinnar,
ræður tollflokkun dráttarvélarinnar. Komi búnaðurinn
bins vegar laus, t. d. sérpantaður, flokkast hann undir
sinn tollflokk og tollur og vörugjald innheimt í samræmi
við það.
Hvað skip snertir, sem smíðað er erlendis og kemur
með fullum búnaði til landsins, þá er bvorki greiddur
tollur af verði skipsins né búnaði þess. Ef dísilhreyflar
minni en 400 liö DIN eru settir í háta, sem smíðaðir eru
bérlendis, fær viðkomandi bátasmiður endurgreidda tolla
og söluskatt af efni og búnaði í bátinn, sem kemur kaup-