Búnaðarrit - 01.01.1976, Page 215
BÚNAÐARÞING
209
Þá vekur ])ingið sérstaklega athygli á því, að enn verð-
ur á ári hverju brunatjón í sveilum, þar sem hús reynast
hafa verið ótryggð. Því hvetur þingið Stofnlánadeild
landhúnaðarins til að ganga ríkt eftir, að því skilyrði
sé fullnægt, að luis, sem lánað er til, séu brunatryggð.
Einnig hvelur ])ingið tryggingarfélög, sem annast trygg-
ingar í sveitum, til að fylgjast með því, að skyldutrygg-
ing útihúsa sé ekki vanrækt.
GreinargerS:
Bændur landsins eiga nú kost á tryggingum gegn flestum
tegundum tjóna, sem gera má ráð fyrir í landhúnaði. Af-
urðatjónadeild Bjargráðasjóðs Islands veitir lán og styrki
vegna áfalla, sem liljótast af vanhöldum á húfé og af
uppskerubresti af völdum árferðis.
Nokkur tryggingarfélög gefa bændum nú kost á frjáls-
um tryggingum, einkum brunatryggingum útihúsa, véla
og verkfæra, húf jár og fóðurbirgða. Auk þessa tekur Yið-
lagatrygging íslands lil margs konar tjóna, sem hljótast
af náttúruhamförum, s. s. jarðskjálftum, eldgosum og
stórviðium.
Nokkuð mun skorta á, að hændur geri sér almennt
og reglum Bjargráðasjóðs Islands og hvaða tryggingartil-
boðum þeir eiga völ á hjá tryggingarfélögum. Því er mjög
æskilegt, að félagssamtök bænda láti hið fyrsta taka sam-
an og birta í stéttarmálgögnum leiðbeiningar um rétt
þeirra og ])á tryggingarmöguleika, sem nú eru fyrir hendi.
Enn fremur má telja nauðsynlegt, að liéraðsráðunaut-
um séu kynnt ])essi mál rækilega, t. d. á liinni árlegu
ráðunautaráðstefnu, svo að þeir geti leiðheint bændum
einnig í þessu efni liver í sínu héraði.
Ástæða er einnig til, að Búnaðarfélag Islands geri til-
raun með að semja við tryggingarfræðing eða lögfræð-
ing, sem hændur gætu snúið sér til með vandamál, sem
upp koma í samhandi við tryggingarmál þeirra.
Alltaf öðru liverju berast þær fréttir, að óvátryggð