Búnaðarrit - 01.01.1976, Page 265
LANDBÚNAöUKINN
259
Hellu, segir við Sigurjón: „Nokkuð hefiir verið rætt og
ritað um landbúnaðinn, m. a. koniið fram hugmyndir
um að flytja inn landhúnaðarafurðir í stórum stíl. Hvað
vilt þú segja um það mál?“
Sigurjón svarar: „Ég er vaxinn upp úr því að' vilja
ræða slík mál. Það ætti að vera fyrir neðan virðingu
livers sæmilega vitiborins Islendings að tala um að flytja
inn landhúnaðarafurðir, sem við getum framleitt sjálfir.
Við megum ekki villast á gjaldeyri og innlendum seðlum.
Ef við kaupum það, sem við ekki þörfnumst, þá vantar
okkur fyrr en varir fjármuni til að kaupa það, sem við
getum ekki án verið.
Við verðum að gæta þess að lifa af landinu sjálfu, að
fiskimiðunum meðtöldum, og starfsþekkingu fólksins í
landinu, að svo miklu leyti, sem það nær til.“
Undir þessi orð liins lífsreynda bændaöldungs tek ég,
og það munu allir sanngjarnir og réttsýnir þegnar þjóð-
arinnar gera, livort sem lífsafkoma þeirra hyggist heint
eða óbeint á landbúnaði eða ekki.
En livað liafa bændur til sakar unnið til þess að verða
fyrir þessum árásum? Þeir árásaraðilar, sem reyna að
vera málefnalegastir segja, að landbúnaðurinn sé skatt-
borgurum of dýr, of liáar fjárliæðir úr ríkissjóði séu
notaðar til að verðbæta útfluttar búvörur og til að greiða
niður verð á sumum búvörutegundum á innlendnm mark-
aði. Niðurgieiðslurnar eru þó af öllum, sem einhverja
dómgreind liafa, viðurkenndar hagstjórnartæki, en ekki
framlög til landbúnaðar. Enda þótt útflutningshælurnar
séu mikið mál í fljótu bragði séð, þá er það ekki aðal-
ástæðan fyrir árásunum á landbúnaðinn, lieldur bitt, að
ýmsir þrýstihópar í þjóðfélaginu öfunda bændur af því,
að þeir fái of stóra sneið af þjóðarkökunni. Svo hl jóti að
vera, af því að þeir beyrast aldrei berja lóminn, lióta
verkföllum eða gera þjóðfélaginu einlivern óskunda, beld-
ur vinna æðrulaust að framleiðslunni, hvernig sem árar
og bvað sem á dynur. Þeir þurfa ekki einu sinni að berjast