Búnaðarrit - 01.01.1976, Page 271
LANDBÚNAÖURINN
265
ýmist til breytinga á gildandi lögum, sem þurfa breyt-
inga við vegna breyttra þjóðfélagsliátta eða frumvörp um
nauðsynleg nýmæli. Síðustu árin liafa slík frumvörp varla
verið flutt á Alþingi, livað þá samþykkt. Gildir þar einu,
livort um minniháttar nauðsynjamál er að ræða, eins og
t. d. frumvarp um breytingu á lögum um sauðfjárbaðanir,
mat á kjöti og mat á ull og gærum, eða stórmál eins
og Jarðalagafrumvarpið, sem er mál málanna fyrir fram-
tíð íslenzkra bænda.
Hins vegar eru á hverju Alþingi eftir annað flutt frum-
vörp um skerðingu á eignar- og afnotarétti bænda til
landsins og gæða þess, lands og landsgæða, sem bændur
hafa ])ó fullan eignarrétt á samkvæmt stjórnarskrá íslands.
Svo er fyrir að þakka, að þessi frumvörp liafa ekki enn
náð fram að ganga.
Ég lief það á tilfinningunni að landbúnaðarráðlierra
finni af hyggjuviti sínu, að landbúnaðurinn eigi ekki í
bili nægu fylgi að fagna hjá stjórnarflokkunum í söhim
Alþingis, til þess að gagnleg málefni lians nái fram að
ganga. Ég lief heyrt, að ekki séu miklar líkur til, að
annað landbúnaðarmál, ef landbúnaðarmál getur kall-
ast, verði samþykkt á Alþingi í vetur, en sú breyting á
lögum um Framleiðsluráð landbúnaðarins, að létta af
Mjólkursamsölunni smásöludreifingu mjólkur, en færa
liana til hinna almennu matvöruverzlana. Ef til vill leiðir
það til bættrar þjónustu fyrir sum beimili, en ég dreg
í efa, að þegar til lengdar lætur verði það til að lækka
dreifingarkostnað þessarar vörutegiindar.
Þetta erindi er orðið lengra en ég hafði ætlað mér,
en þó er margt órætt, sem ég vildi hafa rætt um eins
og t. d. þróun landbúnaðarins, hagkvæmni mismunandi
hxistærðar og einstakra búgreina o. fl. varðandi bætta
afkomu |)essa atvinnuvegar, en það verður að bíða síðari
tíma.
Að lokum vil ég óska þess, að árið 1976 verði bænd-
um og þjóðinni allri liagstætt og gott.