Búnaðarrit - 01.01.1976, Page 356
350
BÚNAÐAKIUT
Þokki með 80 stig. Næstir þeim komu Garpur og Hnokki
Jóns í Útlilíð, ættaður fr»á Kíllirauni, op Hrinftur Snúðs-
son í Bræðratungu frá Steinsliolti.
Hninamannahreppur. Þar var fjölsótt sýning, alls sýnd-
ir 102 lirútar, 64 fullorðnir og 38 veturgamlir. Hrútarnir
voru þungir og sumir drekar stórir, veturgamlir lirútar
þroskamiklir og grófbyggðum lirútum fer þar fækkandi.
Betri hluti hrúta eru lágfættir og vöðvafylltir, 66,7%
lilutu I. verðlaun. Á héraðssýningu voru vaklir Þristur
Hraunason og Dropi Dalsson Þorgeirs og Gylfi Hrauna-
son Haraldar á Hrafnkelsstöðum frá Efra-Langliolti, Lat-
ur Yeggsson í Þverspyrnu frá Bergliyl, Lagður og Flóki
Glæðisson frá Eystra-Geldingaholti Magnúsar í Miðfelli
og Þófi Hraunason Sveins í Efra-Langholli, til vara Flói
Kóngsson í Haukholtum, Kuggur Hraunason Haraldar á
Hrafnkelsstöðum og Kíll í Langholtskoti ættaður frá Kíl-
hrauni. Gylfi, Þófi, Flóki tveggja vetra og Latur hlutu
allir I. heiðursverðlaun, urðu þar 2., 4., 8. og 9. í röð,
Gylfi með 85 stig. Þristur og Lagður báðir tveggja vetra
og Dropi veturgamall hlutu I. verðlaun A. Næstir af
veturgömlum voru að gæðum Kíll Hermanns og Jökull
Páls í Langholtskoti, Lassi á Berghyl og Hóli Dalsson
frá Oddgeirshólum Hermanns í Langholtskoti. Gylfi á
Hrafnkelsstöðum var talinn hezti hrútur í Hrunamanna-
hreppi og því skjaldarhafi sýningarinnar.
Gnúpverjahrcppur. Þar komu á sýningu 91 hrútur eða
30 fleiri en 1971, 61 fullorðinn og 30 veturgamlir. Hrút-
arnir voru léttari en jafnaldrar þeirra fyrir fjórum árum
og röðun lakari, en mun fleiri sýndir að þessu sinni. Um
70% sýndra hrúta hlaut I. verðlaun. Margir hrútanna
eru kjötmiklir og ræktarlegir, en veturgamlir og þó nokkr-
ir tvævetrir tæplega nógu þroskamiklir. Sumir hrútanna
voru heldur spjaldgrannir, og innan um voru grófgerðir,
stórir og háfættir lirútar. Á héraðssýningu voru vahlir
Hrímnir Safason frá Oddgeirshólum og Máni Hrauna-
son frá Kílhrauni Jóns í E.-Gehlingaholti, GIói Safason