Búnaðarrit - 01.01.1976, Side 358
352
BÚNAÐARRIT
lágfættir og yfirleitt vöðvafylllir, en að’eins bar á spjald-
mjódd og veilu í kjúkum. Veturgamlir lirútar voru þroska-
miklir. Á liéraðssýningu voru valdir Vestri Blævarsson,
ættaður frá St.-Reykjum, og Reyr Hraunason Ingvars í
Reykjahlíð, Suðri Sopason frá Kílhrauni Sveins í Reykja-
lilíð og Ljómi Ljúfsson og Dabbi Hraunason Guðmundar
í Kílhrauni, til vara Ljúfur Ljúfsson frá Kílhrauni Ingi-
mars í Andrésfjósum og Blakkur Hraunason, tvævetur,
Þorsteins á Reykjum. Á héraðssýningu hlaut Vestri, tvæ-
vetur I. Iieiðursverðlaun, var 6. í röð með 82,5 stig, en
Reyr og Dabbi, veturgamlir, Suðri, tvævetur, og Ljómi
hlutu I. verðlaun A. Hrútarnir höfðu látið á sjá frá
hreppasýningu, en þar ldaut Reyr sýningarskjöldinn.
Fengur Dropason Ólafs í Skeiðháholti frá Ingólfi á
Hlemmiskeiði er prýðilega gerður veturgamall hrútur,
en veill í fótstöðu.
HraungerSishreppur. Þar voru sýndir 43 hrútar, 25
fullorðnir og 18 veturgamlir, 79% sýndra hrúta hlutu I.
verðlaun. Hrútarnir voru margir ágætlega gerðir, lág-
fæltir og ræktarlegir, en sumir tæplega nógn vöðvafylltir
upp í kríkum. Á héraðssýningu voru valdir Þristur Veggs-
son og Gámur Þristsson, veturgamall, Guðmundar í Odd-
geirshólum og Blævar Frostason frá Ólafi í Oddgeirsliól-
um Hauks á St.-Reykjum, til vara Jökull Hraunason,
veturgamall, í Austurkoti og Vígi Veggsson frá E.-Geld-
ingaliolti Gísla á Læk. Á héraðssýningu hlutu þeir allir
þrír I. heiðursverðlaun, Blævar var þar í efsta sæti með
85,5 stig, Gámur í 3. sæti með 84,5 stig, jafnframt beztur
af veturgömlum á héraðssýningunni, og Þristur í 12. sæti
með 80 stig. Af öðrum ágætum hrúturn á hreppasýning-
unni má nefna af fullorðnum Dropa á Litla-Ármóti og
Snæ Snæsson á Læk, af tvævetrum Pjakk Hraunason
Guðmundar í Oddgeirshólum, Goða frá Efra-Langholti
á Stóru-Reykjum og Fant á Læk, og af veturgömlum
Öðling Ljúflingsson á Stóru-Reykjum, Stokk í Oddgeirs-
liólum, Val Frostason frá sama bæ Jóns á Stóra-Ármóti