Búnaðarrit - 01.01.1976, Page 366
360
BÚNAÐARRIT
á Voðmúlastöðum, ættaður frá Kastalabrekku, sem kom
inn fyrir Gylli, hlutu I. verðlaun A og Sómi I. verð-
laun B.
Veslur-Eyjafjallahrcppur. Þar voru aðeins sýndir 55
hrútar, 40 fullorðnir og 15 veturgamlir, og voru báðir
altlursflokkar nú léttari en jafnaldrar þeirra 1971. Vetur-
gamlir hrútar voru yfirleitt heldur þroskalitlir, en sæmi-
lega holdgóðir, mikill hluti eldri hrúta voru nokkuð liá-
fættir, nema lirútar Karls á Efstu-Grund, sem eru allir
ágætlega lágfættir. 50,9% hrúta hlaut I. verðlaun. Tals-
vert var enn um blendinga út af kollóttu og hyrndu, sem
ekki er æskilegt til framræktunar. Hrútar út af sæðis-
gjöfum komnir voru og hér jafnbeztir. Á liéraðssýningu
voru valdir Rúnki Jóns á Núpi, æltaður frá Fljótsdal,
Kjarni Snæsson og Njörður Oddason Guðjóns í Syðstu-
Mörk, Grákollur Holtason frá Efstu-Grund Jóns í Holti
og j>eir Nasi Drífandason frá Ytri-Skógum, Holti og
Lokkur Karls á Efstu-Grund. Til vara voru ákveðnir
Þokki Snæsson Á:na í Stóru-Mörk, Busi Nasason, vetur-
gamall, á Efstu-Grund og Sigmundur Eldsson frá Ytri-
Skógum Sigurðar á Seljalandi. Á héraðssýningu hlutu
Njörður, Nasi og Holti I. heiðursverðlaun, voru Jiar 2. 4.
og 17. í röð með 83,0 82,5 og 80,0 stig.
Lokkur hlaut I. verðlaun A, en Kjarni, Riinki og Grá-
kollur I. verðlaun B.
Austur-Eyjafjallahreppur. Þar voru sýndir 73 lirútar,
29 fullorðnir og 44 veturgamlir. Hrútarnir voru vel heppn-
aðir, jafnir að gerð og vel valdir, en greinilegt var, að
grófari hrútar höfðu ekki náð að safna yfir sumarið.
57,5% lirúta hlaut I. verðlaun. Á héraðssýningu voru
valdir Blær Hraunason, tvævetur, í Ytri-Skógum og ]>eir
Fengur, Stuhbur, tvævetur, og Toppur Blæsson, vetur-
gamall, frá Kálfholti Ólafs í Skarðshlíð. Til vara Stidih-
ur, veturgamall, Sveins í Skarðshlíð, ættaður frá Raufar-
felli, Hnútur Drífandason, tvævetur, í Ytri-Skógum og
Kjörviður Drífandason, tvævetur frá Ytri-Skógum Sveins
í Skarðshlíð. Af öðrum veturgömlum voru taldir beztir