Búnaðarrit - 01.01.1976, Page 370
364
BÚNAÐARRIT
lireppnum, þar sem sýndar voru léttbyggðar og þunn-
vaxnar beitarkindur upp í þrautrœktað og kostamikið
afurðafé. Af hyrndum lirútum þriggja vetra og eldri
voru Ljómi og Bangsi á Kirkjubæjarklaustri beztir. Þeir
eru báðir jafnvaxnir og lágfættir, en af þeim kollóttu var
Bursti í Seglbúðum og Keli, Skafti og Víkingur á Húnku-
bökkum efstir. Heita má, að livergi sé að finna ósamræmi
í byggingu Bursta, svo jafnvaxinn er liann alls staðar,
en Keli liefur sterkt bak, breiðar malir og góð læri, en
fullþrönga bringu. Bursti var dæmdur bezti og Keli
sjöundi bezti hrúturinn á liéraðssýningunni. Hyrndu
tvævetlingarnir Kuggur á Ytra-Hrauni og Dýrlingur á
Kirkjubæjarklaustri eru báðir þéttbyggðir og lágfættir,
og þó sérstaklega Dýrlingur, sem mældist bafa stytzta
legginn í sýslunni. Kollóttu tvævetlingarnir Kusi og Ei-
lífur og veturgömlu hrútamir Einir og Fjarki í Seglbúð-
um voru álitlegastir í sínum flokkum.
Leiftvallarhreppur. Sýndir voru 45 lirútar, 38 tveggja
vetra og eldri og 7 veturgamlir. Þeir fullorðnu vógu 90,7
kg og þeir veturgömlu 70,6 kg, sem er 2,5 kg fyrir neðan
meðaltal sýslunnar lijá þeim fyrrnefndu og 6,5 kg hjá
þeim síðarnefndu, sjá töflu 1. Fyrstu verðlaun lilutu 22
hrútar, 21 fullorðinn og 1 veturgamall. Af hymdum hrút-
um þriggja vetra og eldri stóðu efstir Lassi í Langliolti,
sem er jafnbyggður, en tæplega nógu lioldgóður og Nasi
og Depill í Melliól, sem báðir eru blutfallagóðir en lítið
eitt grófir um lierðar. Garri Sópsson á Grund var beztur
af þeim kollóttu, þéttvaxinn og lioldgóður. Pjakkur á
sama stað var álitlegastur af tvævetlingunum. Hrútastofn-
inn í lireppnum er misjafn, margir fullorðnu hrútarnir
eru bakboldaþunnir og þeir veturgömlu þroskalitlir, en
innan um eru þó góðir einstaklingar, sem nota má með
góðum árangri. Bændur ættu að nota meira sauðfjársæð-
ingar en gert er og fá nýtt blóð í fjárstofninn.
11örgslandshreppur. Þar voru sýndir 80 brútar, 59 full-
orðnir, sem vógu 92,2 kg, og 21 veturgamall, sem vóg