Búnaðarrit - 01.01.1976, Side 401
AFKVÆMASÝNINGAK Á SAUBFÉ
395
C. Prýði 71-104 sama eiganda er heimaalin, f. Kári 45,
m. Hnota 95. Prýði er livít, liymd, fölgul á haus og
fótum með vel livíta lirokkna ull. Hún er rígvæn, jafn-
vaxin, útlögumikil, bakbreið og lágfætt, frjósöm og af-
urðagóð. Afkvæmin líkjast öl| móðurinni varðandi bol-
rými, bak og góða fætur, að veturgömlu ánni undan-
skilinni, sem er bjartleit og heldur tilkomuminni en hin
afkvæmin. Fullorðni sonurinn, Bjarmi, er ágæt I. verð-
lanna kind og stóð 1.—2. í sínum aldursflokki í lireppn-
um. Dæturnar lofa góðu varðandi frjósemi og afnrðir,
og þrílemBingarnir eru góð ásetningslömb.
PrýSi 71-104 hlaut I. verSlaun fyrir afkvœmi.
D. Héla 71-390 sarna eiganda er heimaalin, f. Svanur
67-005, sem að framan er getið, m. 65-048. Hún er hvít,
kollólt með vel hvíta, góða ull, jafnvaxin og snotur,
frjósöm og afurðasæl, en með fullgrófar malir, sem sum
afkvæmi hennar hafa erft. Dæturnar líkjast móðurinni
mikið í útliti, eru vænar, útlögumiklar, lioldgóðar og
bakhreiðar. Lömbin ern þokkaleg ásetningslömb, en með
fullgrófar malir. Synirnir eru háðir vel gerðir og vænir
T. verðlauna lirútar, sá veturgamli metfé að byggingu
og stóð 1. í röð jafnaldra sinna í hreppnum, en tvæ,-
vetlingurinn er háfættur.
Héla 71-390 hlaiU II. verSalun fyrir afkvcemi.
E. LagSa 70-370 sania eiganda er heimaalin, f. Svanur
67-005, sem áður er getið, m. 61-319. Lagða er livít,
kollótt, föllivít og dropótt á haus, ágætlega byggð, rým-
isgóð, bakbreið og lágfætt, afar frjósöm og farsæl af-
urðaær. Dóttirin Bletta er úrvalsær að allri gerð, en
Móra var geld og með annað fjárbragð en hin afkvæm-
in. Sonurinn Blær er metfé að byggingu, og lilaut I.
heiðursverðlaun og 82 stig á héraðssýningu. Gimbrar-
lörnbin eru ágætlega væn og álitleg ærefni.
LagSa 70-370 hlaut II. verSlaun fyrir afkvœmi.