Búnaðarrit - 01.01.1976, Page 404
898
BÚNAÐARRIT
um, annað lirútlanibið er hrútsefni, en liitt ekki, hefur
of grófar malir. Ærnar eru samstæðar, jafnvaxnar op
ræktarlegar, ágætlega frjósamar, og })að sem af er, af-
urðagóðar. Allar veturgömhi ærnar voru mylkar og skil-
uðu að mt. 16,8 kg af kjöti í liaust. Gimbrarnar eru
allar álitleg líflömb. Rökkvi lilaut árin ’73 og ’74 102,8
stig fyrir vænleika lamba.
Rökkvi 72-263 hlaut II. verðlaun fyrir afkværni.
R. Fengur 70-229 Ólafs Tómassonar í Skarðshlíð er
heimaalinn, f. Vinur 226, m. Gátt 33. Fengur er hvítur,
hyrndur, ágætlega jafnvaxinn, sterkbyggður, með trausta
fætur og gleiða fótstöðu, var 1973 3. í röð og 1975 11. í
röð I. heiöursverðlauna lirúta á héráðssýningu. Afkvæm-
in eru hyrnd, hvít, grá og svört, með trausta fætur og
góða fótstöðu, virkjamikil, jafnvaxin og þróttleg. Hrút-
arnir eru sterkar 1. verðlauna kindur, annað hrútlamb-
ið er ágætt hrútsefni, hitt vel gert, en gekk að mestu
sem hagalamh, og því ekki eðlilega þroskað. Ærnar eru
samstæðar að gerð, ste kar og Iioldgóðar, ágætlega frjó-
samar — 6 gemlingar voru tvílembdir vorið ’74 og allar
sömu ær tvílembdar 1975 — og niiklar afurðaær, gimbr-
arnar vel gerð ærefni. Lífgimbrar á búinu eru yfirleitt
valdar undan Feng eða dætrum hans. Fengur hlaut 1973
103,6 stig fyrir vænleika lamba og 99,2 stig 1974, það
ár hlaut hann 106,5 stig fyrir afurðasemi 6 dætra.
Fengur 70-229 hlaut I. verSlaun fyrir afkva’mi.
í júní 1976.