Búnaðarrit - 01.01.1976, Page 439
NAUTGRIPASÝNINGAK
433
15 þeirra I. verðlaun. I þessum hreppum er margt um
fallegar kýr og mjólkurlegar og áhugi virðist mikill fyrir
nautgriparæktarstarfinu, enda er greinilegt, að eftirlits-
maðurinn, Bergur Torfason á Felli, hefur unnið ágætt
starf til eflingar nautgriparæktinni. Flestar I. verðlauna
kýr á einu húi voru á Þórustöðum, en þar hlutu I. verð-
laun 4 kýr af 5 sýndum. Hæstan útlitsdóm í þessu félagi
hlaut Stjama 18, Halldórs Kristjánssonar á Kirkjubóli í
Bjarnardal, 83,0 stig.
Þess varð nokkuð vart í þessum sveitum og raunar
víðar á Vestfjörðum, að nokkrir bændur voru að liverfa
frá mjólkurframleiðslu og taka í þess stað upp einliliða
sauðfjárbiiskap og stunda jafnframt vinnu utan heimilis.
Orsakirnar virðast vera mikil eftirspurn eftir vinnuafli í
nálægum þéltbýlisstöðum og örðugir mjólkurflutningar.
Hætt er við að slík hreyting á búnaðarháttum verði að-
eins millibilsástand, er leiði síðar til þess, að húvöru-
framleiðsla falli algjörlega niður á viðkomandi jörðnm
með ófyrirséðum afleiðingum, ekki einasta fyrir viðkom-
andi sveitir, heldur einnig fyrir aðliggjandi þéttbýlisstaði.
Nautgriparœktarfélag Skutulsf jarSar og nágrennis nær
nú yfir Suðureyrarhrepp, Hólslirepp,Eyrarlirepp og Siiða-
víkurhrepp auk Isafjarðarkaupstaðar. 1 þessu félagi voru
sýndar 75 kýr á 11 búum. I. verðlaun lilutu 23 kýr. Búið
í Tungu-neðri og Seljalandsbúið í Skutulsfirði eru lands-
þekkl fyrir afburða mjólkurkýr. 1 Tungu-neðri lilutu
nú 9 kýr I. verðlaun, en 6 á Seljalandsbúinu. Ekki er að
efa að á þessum búum eru mjög eðlisgóðar kýr, en þær
bera þess h'ka merki, að öll aðbúð þeirra og umliirða er
með afbrigðum góð, enda næst ekki sá árangur í mjólk-
urframleiðslu, sem jiarna liefur náðst, nema hvortveggja
sé fyrir liendi, kostamiklir gripir og fráhær umliirða.
Ymis fleiri bú í þ essu félagi sýndu mjög vel gerðar kýr
og afurðamiklar. Má þar sérstaklega nefna búin í Efri-
Engidal og Fremri-Húsum, en á hvoru þessara húa hlutu
3 kýr I. verðlaun.
28