Búnaðarrit - 01.01.1976, Page 445
NAUTGRIPASÝNINGAK
439
sýninfí var þar 1971. Ástæða fyrir þessari fækkun er, að
kröfur um afurðir eru meiri en áður, en meðalafurðir
kúnna í félögunum liafa lækkað nokkuð frá 1971.
Nú eru lágmarksafurðir til I. verðlauna 17000 filuein-
ingar að meðaltali síðustu 4 árin, en árið 1974 voru
meðalafurðir eftir kúna 15285 fitueiningar, þannig að
kröfur til I. verðlauna eru 1715 fitueiningum meiri en
þetta meðaltal. Til samanburðar voru árið 1951 samsvar-
andi kröfur til I. verðlauna 14000 fitueiningar. Það ár
voru meðalafurðir eftir kúna 10786 fitueiningar, þannig
að kröfur til I. verðlauna voru 3214 fitueiningar fyrir
ofan meðaltalið. Þetta sýnir að í raun voru kröfurnar
strangari 1951 en þær eiu nú.
Flestar kýr sýndar í einu félagi voru 173 í Hruna-
mannahreppi og næstflestar í Skeiðalireppi 99.
Fyrstu verðlaun hlutu 565 kýr eða 47% af sýndum
kúm móti 46% árið 1971, II. verðlaun hlutu 332 kýr, III.
172 og engin verðlaun 122. 1 síðasta flokknum voru
margar mjög ungar kýr og því ekki fullreyndar. Flestar
I. verðlauna kýrnar voru í Hrunamannahreppi eða 111, í
Skeiðahreppi voru þær 55 og 49 í Hraungerðishreppi.
Yfirlit um þátttöku og úrslit dóma er birt í töflu I.
Litur, önnur einkenni, brjóstiunmál og útlitsdómin*
I töflu II er sýnt, hvernig litur kúnna, önnur einkenni
og brjóstummál var í hverju félagi. Eins og annars staðar
í landinu voru flestar kýrnar rauðar og rauðskjöldóttar
eða 47,4%, bröndóttar og brandskjöldóttar 25,7%, kol-
óttar og kolskjöldóttar 19,3%, svarlar og svartskjöldóttar
5,6% gráar og gráskjöldóttar 1,8% og hvílar og grön-
óttar 0,3%. Þetta er svipuð skipting í litarflokka og verið
hefur á undanförnum sýningum.
Af sýndum kúm voru 92,3% kollóttar og er það hærra
hlutfall en nokkru sinni. 5,1% af kúnum voru hyrndar
og aðeins 2,6% hníflóttar. Það liefur verið stefna í rækt-