Heilbrigðismál - 01.03.1983, Side 8
aðrar bylgjulengdir eru minni og
vægistuðlar þeirra því lægri.
UV-A geislun, í wöttum á hvern
fermetra er um 50 frá sól, 50—200
frá ljósrörslömpum, 3—5 frá kvarts-
lömpum og 200—700 frá háorku-
lömpum.
Líffræðilega virk UV-B og UV-C
geislun, í wöttum á hvern fermetra,
er svipuð fyrir sólina (0,02),
ljósrörslampa (0,01-0,03) og há-
orkulampa (0,01-0,02) en tífalt til
hundraðfalt meiri fyrir kvartslampa
(0,15-2,50).
Hámarksgeislun frá sólarlömpum
má vera 200 wött á fermetra fyrir
UV-A geislun, 0,05 wött fyrir líf-
fræðilega virka UV-B geislun og
0,002 fyrir líffræðilega virka UV-C
geislun. Líffræðilega virk UV-B og
UV-C geislun frá kvartslömpum er
margfalt meiri en leyfilegt er sam-
kvæmt þessum reglum, en einnig er
UV-A geislun frá háorkulömpum
mun meiri en leyfilegt er. Geislun
frá ljósrörslömpum (sólaríum o.fl.)
er í flestum tilfellum innan leyfilegra
marka. Er því ljóst að forðast ber að
nota kvartslampa (háfjallasólir) og
háorkulampa.
Til varnar augum eru settar reglur
um hámarks lýsingu frá sólarlömp-
um. Einnig er þess krafist, að við
sölu fylgi hverjum sólarlampa
minnst ein gleraugu sem minnki
UV-A geislun hundraðfalt og UV-B
geislun þúsundfalt.
Notkunarreglur. Þess er krafist
við sölu að hverju tæki fylgi notkun-
arreglur á íslensku með ýmsum upp-
lýsingum og leiðbeiningum til handa
væntanlegum notendum. Þess er
einnig krafist að í notkunarreglum
séu birtar orðréttar upplýsingar
Geislavarna, geislavarnareglur og
umsögn landlæknis.
Sigurður M. Magnússon edlisfrœð-
ingur var settur forstöðumaður
Geislavarna ríkisins haustið 1981, en sú
stofnun er nú hluti af Hollustuvernd
ríkisins.
Frϗslunt
(rabbameinsféhgsins
Þessi rit eigct cið liggjci írQmmi ó öllum
heilsugaeslustöðvum en Pöst einnig
o skrifstofu KrQbbQmeinsfélogsins
oð Suðurgötu 24 í Rei,jkjQvík
Gæða-
faeóa
bragóast
best!
SLÁTURFÉLAG
SUÐURLANDS TÍ!/
8 HEILBRIGÐISMÁL 1/1983