Heilbrigðismál - 01.03.1983, Síða 10

Heilbrigðismál - 01.03.1983, Síða 10
Reykingavenjur í apríl 1983 Höfuft- borgar- Annað þétt- Dreif- Alls Karlar Konur svæði býll býli Hafa aldrei reykt 37,5% 32,3% 42,0% 34,9% 37,4% 43,9% Eru hættirað reykja 20,8% 23,1% 18,7% 16,1% 24,5% 25,6% Reykja sígarettur eingöngu 27,7% 18,1% 37,2% 31,8% 27,9% 17,1% Reykja eingöngu annað tóbak 8,3% 16,0% 1,0% 9,0% 6,2% 11,0% Reykja bæði sígarettur og annað tóbak 5,7% 10,5% 1,1% 8,2% 4,0% 2,4% Könnun Hagvangs fyrir Krabbameinsfélagið og Reykingavarnanefnd: Flestir hlynntir reykingahömlum Sígarettureykingar mun algengari meðal kvenna en karla Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Hagvangs sögðust hlinntir reyklausum stöðum og takmörkunum á sölu tóbaks til barna. Einnig kom í Ijós að meira en helmingur þátttakenda reykir ekki. Könnun þessa gerði Hagvangur fyrir Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Reykingavarnanefnd um miðjan apríl, en samtímis var kannað fylgi stjórnmáflokka o.fl. í upphaflega úrtakinu, sem valið var úr þjóð- skránni, voru 1300 manns af öllu landinu en í „nettó-úrtaki“ voru 1133. Svör fengust frá 1040 körlum og konum á aldrinum frá tvítugu og fram yfir sjötugt. Fjórar spurningar voru lagðar fyrir þátttakendurna. Fyrst var spurt hvort viðkomandi reykti. Nær 42% sögðust reykja, 21% voru hættir að reykja en 37% höfðu aldrei reykt. Af þeim sem notuðu tóbak reyktu langflestir ein- göngu sígarettur (tæp 28%), miklu færri reyktu eingöngu annað tóbak en sígarettur (8%) og nokkur hluti aðspurðra reykti hvort tveggja (tæp 6%). Reykingar voru í heild almennari hjá körlum en konum, 44% á móti 39%. Hins vegar sögðust 38% kvennanna og 29% karlanna reykja sígarettur, annað hvort eingöngu eða ásamt öðru tóbaki. Um 37% kvennanna reykja einungis síga- rettur en aðeins 18% karlanna. Á höfuðborgarsvæðinu sögðust 49% reykja, 38% á þéttbýlisstöðum utan þess og 31% þátttakenda í dreifbýli. Þeir sem reyktu eingöngu annað tóbak en sígarettur voru þó hlutfallslega fjölmennastir í dreifbýli. Tiltölulega flestir reyktu í yngstu aldurshópunum. Til dæmis reykti annar hver þátttakandi á þrítugs- aldri en einungis sjötti hver þeirra sem komnir voru yfir sjötugt. Mikill munur er á reykingum eftir þvíhvernig fólk býr. Um 56% þeirra sem búa í fjölbýlishúsum reykja, 43% í sérhæðum eða raðhúsum og 34% þeirra sem búa í einbýlis- húsum. Rúmlega 76% þátttakenda voru hlynntir því að ekki yrði heimilt að selja börnum yngri en 16 ára tóbak, 17% voru andvígir því og 7% tóku ekki afstöðu. Ákvæði þess efnis er í frumvarpi til laga um tóbaksvarnir sem kynnt var á Alþingi í vor. Þessi regla virtist hafa enn meiri hljóm- grunn hjá konum en körlum, en ekki var mikill munur á viðhorfi þátttakenda eftir aldri og búsetu. Rúmlega 81% aðspurðra voru sammála því að þeir sem reykja ekki eigi rétt á að geta verið lausir við tóbaksreyk á vinnustað sínum, tæp 11% töldu sig andvíga þessu og 8% tóku ekki afstöðu. Álíka margir (82%) töldu æskilegt að reyklaus svæði væru á hverjum veitingastað. Reykingamenn reyndust vera jafn hlynntir þessum ráðstöfunum eins og þeir sem ekki reykja, og ekki var merkjanlegur munur á afstöðu manna eftir starfsgreinum. Þetta er í fyrsta sinn sem svo víð- tæk könnun er gerð á reykingum íslendinga og viðhorfi til tak- markana á þeim. Þess er vænst að Hagvangur kanni reykingavenjur ís- lendinga aftur á næsta eða þarnæsta ári og þá verði hægt að fá samanburð á ástandinu. Fylgjandi banni við sölu tóbaks til barna yngri en 16 ára 76% 7% Á móti 17% Hlynntir rétti manna til Á móti reykleysis á vinnustöðum 81% 8% 11% Telja æskilegt að reyklaus svæði Á móti séu á veitingastöðum 82% 7% 11% 10 HEILBRIGÐISMÁL 1/1983

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.