Heilbrigðismál - 01.03.1983, Side 12

Heilbrigðismál - 01.03.1983, Side 12
Þegar til greina kemur að gera legá- stungu á konu er henni sagt frá þeirri áhœttu sem fylgt getur aðgerðinni og kostum hennar einnig. Á myndinni er Stefán Hreiðarsson lœknir sem annast slíka ráðgjöf. fósturskeiði. Auðveldast er að eiga við sjúkdóma sem ganga að erfðum eftir ákveðnum reglum. Er þá hægt að reikna út með tiltölulega einföld- um aðferðum líkurnar á því að sjúk- dómurinn komi fram hjá ákveðnum einstaklingi og að meta hvort hættu- samar greiningaraðgerðir séu rétt- lætanlegar. Önnur forsenda fyrir greiningu á fósturskeiði er svo að tiltækar séu aðferðir til greiningar, en það á einungis við um lítinn hluta allra meðfæddra sjúkdóma og galla. Enginn skyldi þó halda að lausn fáist með því einu að greina sjúk- dóm eða galla hjá fóstri í meðgöngu. Þá er enn eftir áfangi sem getur verið erfiður, en það er að taka ákvörðun um hvernig bregðast skuli við. Margir gallar eru þess eðlis, til dæmis mongólismi, að hægt er að segja fyrir um það með talsverðri vissu hverjar horfur barns með sjúk- dóminn muni verða, andlega og lík- amlega. Mongólismi er ennfremur dæmi um sjúkdóm, sem er tiltölu- lega algengur og vel þekktur meðal leikmanna. Ýmsir aðrir meðfæddir gallar eru bæði sjaldgæfir, flóknir og breytilegir hvað varðar útlit og atgervi. Þess vegna getur orðið erfitt að útskýra þá fyrir leikmönnum eða spá um horfurnar. Það á við um flesta galla, sem hægt er að greina á fósturskeiði, að einu viðbrögðin, sem möguleg eru til að koma í veg fyrir þá, eftir að þeir hafa fundist hjá fóstri í með- göngu, eru þau að gera fóstureyð- ingu. Akvörðun um fóstureyðingu get- ur verið mjög erfið þeim sem hana þurfa að taka. Ýmis siðræn, trúarleg og félagsleg viðhorf skipta máli og hafa áhrif á tilfinningar þeirra sem málið varðar. Það er að sjálfsögðu á færi foreldranna einna að taka slíka ákvörðun, en það er hlutverk heil- brigðisstarfsmanna að vera þeim til aðstoðar og stuðnings. Þá er komið að mikilvægu atriði í allri umræðu um sjúkdómsgreiningu á fósturskeiði, en það er erfðaráð- gjöfin. Erfðaráðgjöf (genetic coun- selling) er nauðsynlegur þáttur í greiningu, meðferð og fyrirbyggingu meðfæddra sjúkdóma. í erfðaráð- gjöf felst það að viðkomandi ein- staklingum eru gefnar upplýsingar um þá sjúkdóma sem um ræðir, eðli þeirra, arfgengi, áhættur og aðgerð- ir til greiningar, meðferðar og fyrir- byggingar. Tilgangurinn er sá að veita viðkomandi aðilum nægar upp- lýsingar til að geta byggt á mikil- vægar ákvarðanir, til dæmis um barneignir, rannsóknir, aðgerðir, fóstureyðingar og jafnvel makaval. Nú hafa verið greindar á fóstur- skeiði yfir tvö hundruð mismunandi tegundir af meðfæddum göllum og sjúkdómum. Það á þó enn langt í land að greina megi alla þá margvíslegu meðfæddu galla sem þekktir eru. Þetta er ýmist vegna þess að greiningaraðgerðir eru ekki tiltækar, ekki nógu nákvæmar eða of áhættusamar til að þeim megi beita í meðgöngu. Verður nú lít- illega sagt frá helstu aðferðunum sem beitt er við sjúkdómsgreiningu á fósturskeiði. Legástunga og legvatnsrannsóknir Legástunga (amniocentesis) er aðgerð sem beitt er til að ná í leg- vatnið sem umlykur fóstrið á með- göngutímanum. Þessi tækni hefur verið mikið notuð síðasta áratuginn til að greina vissa fósturgalla. Hver rannsókn á legvatnssýni tekur um tvœr vikur. Frumurnar eru rœkt- aðar í tilraunaglösum í tíu daga og síðan látnar skipta sér þannig að litn- ingarnir verði sýnilegir. Þeir eru síð- an skoðaðir í smásjá og tekin mynd af þeim. 12 HEILBRIGÐISMÁL 1/1983

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.