Heilbrigðismál - 01.03.1983, Qupperneq 13
Langri nál er þá stungið gegnum
kviðvegginn og inn í legið hjá
þungaðri konu. Síðan er dregið út
legvatn, sem rannsaka má á ýmsan
hátt.
Þegar greina á fósturgalla er best
að gera ástunguna í sextándu viku
meðgöngu. Legvatnið er þá orðið
nægilega mikið til að taka megi af
því sýni og auk þess er þá enn ekki
orðið of seint að gera fóstureyðingu,
finnist einhver alvarlegur galli.
Það eru sérþjálfaðir kvensjúk-
dómalæknar sem framkvæma legá-
stungur, en þær eru gerðar einungis
þar sem allar aðstæður eru fullnægj-
andi, og má þá til dæmis nefna
aðstöðu til mæðraeftirlits, erfðaráð-
gjöf, sónartæki og rannsóknar-
stofur.
Þær legvatnsrannsóknir, sem
gerðar eru hér á landi, fara fram á
Rannsóknastofu Háskólans við Bar-
ónsstíg og Rannsóknastofu Land-
spítalans. Annars vegar er um að
ræða litningarannsóknir og hins veg-
ar mælingar á svokölluðu Alfa-
fósturpróteini (AFP).
Efnafræðilegar mælingar af ýmsu
tagi er einnig hægt að gera á
legvatninu eða frumum úr því. Slík-
ar rannsóknir eru ekki gerðar hér á
landi en nokkur slík sýni hafa
verið send til Danmerkur undan-
farin ár.
Legástungan er ekki alveg hættu-
laus aðgerð, en þar er fyrst og
fremst um að ræða hættu á fóstur-
'áti. Almennt er talið að hættan á
fósturláti vegna ástungunnar sé á
bilinu 0,5—1%. Þetta þýðir, að allt
að því ein kona af hverjum eitt
hundrað, sem gerð er á ástunga,
missir fóstur. Hætturnar fyrir kon-
Lilningarnir eru 46 hjá manninum.
Þeim er raðað í 22 pör eftir stœrð.
Auk þeirra eru svo kynlitningarnir
tveir, XX hjá konum og XY hjá körl-
um. Þekktastur litningasjúkdóma er
mongólismi sem stafar af þvíað einum
litningi nr. 21 er ofaukið. Litn-
ingagalla er unnt að greina með rann-
sókn á legvatni. Fyrsta myndin sýnir
litningana eins og þeir sjást í
smásjánni. Stœkkunin á myndinni er
þúsundföld. Á nœstu mynd hefur þeim
verið raðað saman í pör eftir stcerð og
þá kemur í Ijós að litningagerð hjá
fóstrinu er eðlileg. Á þriðju mynd sjást
raðaðir litningar hjá fóstri með
móngólisma.
■M
1 2 3 4
% & |i % f #
u II wt
6 7 8 9 10
ðl m II II
13 14 15 16 17
ii t8 é* ét
19 20 21 22
12
18
U t(
una sjálfa virðast hins vegar vera hverfandi litlar og einnig kemur mjög sjaldan fyrir að nálin, sem u H ! n M ii K )i
stungið er með, valdi beinunt áverka 11
á fóstrinu. 6 7 8 9 10 ii 12
Litningarannsókn
Litningarannsóknir eru gerðar til uö greina svokallaða litningagalla II II it II 11 ii
(chromosomal defects). Litningarn- 13 14 15 16 17 18
lr eru myndaðir úr kjarnasýrunni
DNA, sem ber erfðaeindirnar (gen- m), en ef þeir eru gallaðir þá leiðir K f! 11 1 1
Það til meðfæddra galla, sem nefna
má litningasjúkdóma. 19 20 21 22 X Y
HEILBRIGÐISMÁL 1/1983 13