Heilbrigðismál - 01.03.1983, Síða 21

Heilbrigðismál - 01.03.1983, Síða 21
Hfc'ILBRtGÐlSMÁL / Jónas Ragnarsson ÚR FÓRUM LEITARSTÖÐVARINNAR / 3: Of fáar konur skoða brjóst sín reglulega Meðal íslenskra kvenna er brjóstakrabbamein efst á lista af illkynja meinum. Það á ekki einung- is við um rosknar konur heldur einn- ig þær sem eru miðaldra og yngri, allt niður í 25 ára aldur. Þessi vitneskja er svo almenn meðal kvenna að hnútar af ýmsu tagi, sem myndast geta í brjóstum, valda tíð- um miklu hugarangri uns þeir hafa verið fjarlægðir og vefjaskoðun hef- ur leitt í Ijós eðli þeirra. Rétt er að hafa í huga að meira en níu af hverj- um tíu hnútum eru góðkynja. A seinni árum hefur verið sýnt fram á að því fyrr sem meinin upp- götvast, þeim mun meiri líkur eru á bata, þar eð æxlið hefur þá ekki náð að dreifa sér. Þetta leiddi til þess að Krabbameinsféiag íslands hafði forgöngu um að hvetja konur á ís- landi til sjálfskoðunar brjósta og þegar slíkir hnútar fyndust skyldi þeim veitt þjónusta til greiningar hvers eðlis hnútarnir væru. Jafn- framt var tekin upp brjóstaskoðun í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Röntgenmyndir af brjóstinu sýna þéttingar í brjóstvef og sýnistaka með örfínni nál gefur frumur sem leiða í ljós hvernig hnútur, sem unnt er að staðsetja með þreifingu, reynist vera uppbyggður. Grun- samleg svæði má nema brott með skurðaðgerð og rannsaka vefja- breytingar. Þjónusta af þessu tagi hefur vrið við lýði hér á landi frá 1973 og hefur um þriðjungur krabbameina í brjóstum kvenna á íslandi verið greindur fyrir tilstilli hópskoðana og þjónustu af því tagi sem hér er lýst. Hópskoðanir Krabbameinsfélags íslands vegna leghálskrabbameins hafa miðast við það að konur séu skoðaðar annað hvert ár, en slíkt þykir naumast nógu þétt til greining- ar meina í brjósti. Því er það sem SJÁLFSSKOÐUN BRJÓSTA, 1982 ára ára ára ára ára ára ára ára ára ára ára aðaláherslan er lögð á sjálfskoðun brjóstanna. í spurningalistum Leit- arstöðvar Krabbameinsfélagsins, fyrir konur sem mæta í hópskoðun, er spurt um sjálfskoðun brjósta og kemur þar fram, að aðeins þriðja til fjórða hver kona skoðar brjóst sín reglulega, nær helmingur kvenna skoðar brjóst sín, en ekki reglulega, en um það bil fjórðungur kvenna skoðar brjóst sín alls ekki. Nokkur munur er á þessu eftir aldri og eru það einkum yngstu aldurshóparnir sem fylgjast ekki nógu vel með brjóstunum (sjá línurit). Eldri kon- urnar virðast fylgjast frekar með ástandi brjóstanna. Mjög margar konur verða fyrir þeirri lífsreynslu að finna hnút í brjósti og margar oftar en einu sinni. í raun er það svo, að sumar konur virðast hafa tilhneigingu til þess að mynda brjóstahnúta. Hinar háttbundnu sveiflur hormónastarf- semi líkamans, sem eru í tengslum við tíðahringinn, hafa mikil áhrif á brjóstvefinn. Margar konur hafa svæði í brjóstvefnum sem svarar hormónaáhrifum meira en aðrir hlutar hans, sérstaklega á tímabilinu laust fyrir blæðingar, og verður þá vefurinn aumur viðkomu, spenntur og þrimlar myndast í honum. Það HEILBRIGÐISMAL 1/1983 21

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.