Heilbrigðismál - 01.03.1983, Page 26

Heilbrigðismál - 01.03.1983, Page 26
herra.“ Heilsuverndarstöð Reykja- víkur hefur verið rekin frá árinu 1953, og starfar hún enn samkvæmt hinum eldri lögum um heilsuvernd. Frá því að lög um heilbrigðisþjón- ustu tóku fyrst gildi 1. janúar 1974 hafa heilsugæslustöðvar hafið starf- semi sína, hver af annarri, og eru þær nú orðnar fjórar alls. Þær eru í Árbæjarhverfi, Breiðholti III, Fossvogi og Miðbænum. Allar eru þær H2 stöðvar. Heilsuverndarstöðin Heilsuverndarstöð Reykjavíkur hóf starfsemi sína hinn 4. desember 1953. Stöðin var þá enn í smíðum. Fyrsta deildin er tók til starfa var barnadeild. Fleiri deildir bættust smám saman við, en stöðin var ekki formlega vígð fyrr en 2. mars 1957. Þá höfðu flestar þær deildir er fyrir- hugað var að reka tekið til starfa. Á þeim rúma aldarfjórðungi, sem heilsuverndarstöðin hefir starfað, hefir starfsemi hennar breyst veru- lega, verið aukin og endurbætt og starfsmönnum hennar fjölgað. Heilsuverndarstöðin tók við því starfi sem Hjúkrunarfélagið Líkn hafði haft með höndum frá árinu 1915, er það var stofnað. Líkn starf- rækti heimahjúkrun í borginni frá stofnun félagsins, en frá árinu 1902 hafði Hjúkrunarfélag Reykjavíkur annast heimahjúkrun í borginni og rak hana þangað til Líkn tók við. Árið 1919 gekkst Hjúkrunarfélagið Líkn fyrir stofnun berklavarnastöðv- ar, sem varð fyrsti vísir að skipu- lögðum berklavörnum hér á landi. Árið 1927 var ungbarnavernd Líkn- ar stofnuð, og mæðraeftirlit hefir verið skipulagt frá árinu 1928. Oll þessi starfsemi fluttist smám saman inn í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Rekstri stöðvarinnar er þannig háttað, að Reykjavíkur- borg greiðir þriðjung af rekstrar- kostnaðinum, Sjúkrasamlag Reykja- víkur þriðjung og Ríkissjóður þriðj- ung. Heilbrigðisráð Reykjavíkur fer með stjórn stöðvarinnar, en dag- legan rekstur hennar annast fram- kvæmdanefnd. í henni eiga sæti borgarlæknir, hjúkrunarforstjóri og framkvæmdastjóri. Árið 1944 voru sett fyrstu lögin um heilsuvernd og heilsuverndar- Táknmynd fyrir heilsugœslu. Úr „Worid Health", tímariti Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar. stöðvar, og tveim árum síðar skipaði borgarstjórn Reykjavíkur nefnd til þess að athuga og gera tillögur um byggingu heilsuverndarstöðvar í Reykjavík. Teikningar af heilsu- verndarstöðinni voru fullfrágengnar árið 1949, arkitektar voru þeir Einar Sveinsson, húsameistari Reykja- víkur, og Gunnar Ólafsson. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur stendur á horni Barónsstígs og Egilsgötu. Heildarrúmmál hússins er um 14.000 rúmmetrar. Á efstu hæð hússins, 5. hæð, er eldhús og borð- stofa. Á 4. hæð er hjúkrunardeild frá Borgarspítalanum, þar eru um 30 sjúklingar. Á 3. hæð er Heilbrigðis- eftirlit Reykjavíkursvæðis, en það eru Reykjavíkurhérað og Seltjarnar- nes. Á 2. hæð eru skrifstofur borgar- læknis, hjúkrunarforstjóra og fram- kvæmdastjóra. Þar eru gjaldkeri, rit- arar, bókasafn, fundarsalaur, tann- fræðingur, barnadeild og auk þess símaþjónusta og anddyri. Þá er á 2. hæðinni, í álmu, er snýr út að Egilsgötu, lungna- og berklavarna- deild, og er gengið inn í þá deild frá Egilsgötu. Á 1. hæð er mæðradeild, húð- og kynsjúkdómadeild, heimahjúkrun- ardeild, tannlækningar og skrifstofa yfirskólatannlæknis, rannsóknadeild og ýmsar aðrar vistarverur. Auk þess er bæjarvakt lækna, varðlækna- þjónustan, þar til húsa. Hún hefir verið þar frá miðju ári 1982 og hefir þjónustu frá kl. 17 á daginn til kl. 8 að morgni, auk þess allar helgar og helgidaga. Neyðarvakt Tannlækna- félags íslands er í heilsuverndarstöð- inni, hún er opin um helgar og há- tíðisdaga. Þær deildir, sem starfa innan Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, eru lungna- og berklavarnadeild, barnadeild, barnadeild í Asparfelli 12, mæðradeild, kynfræðsludeild, húð- og kynsjúkdómadeild, áfengis- varnadeild, atvinnusjúkdómadeild og heimahjúkrunardeild. Við allar þessar deildir eru starfandi yfirlækn- ar, nema við heimahjúkrunardeild, og hjúkrunardeildarstjórar, nema við húð- og kynsjúkdómadeild. Barnadeildin hefir um árabil haft útibú í Langholtsskóla, og áfeng- isvarnadeildin er nú til húsa í Lág- múla 9, húsnæði SÁÁ. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur sér um heilsugæslu í eftirtöldum skólum: Álftamýraskóla, Austur- bæjarskóla, Breiðagerðisskóia, Breiðholtsskóla, Hagaskóla, Hlíða- skóla, Hólabrekkuskóla, Hvassa- leitisskóla, Isaksskóla, Landakots- skóla, Langholtsskóla, Laugalækjar- skóla, Laugarnesskóla, Melaskóla, Réttarholtsskóla, Seljaskóla, Vest- urbæjarskóla, Vogaskóla, Æfinga- skóla K.H.Í., Ölduselsskóla og Að- ventistaskólanum. í Öskjuhlíðar- skóla starfar hjúkrunarfræðingur á vegum menntamálaráðuneytisins. Við Heilsuverndarstöð Reykja- víkur eru eftirtaldar stöður: Læknar eru í 9,3 stöðum, auk þess eru 11 skólalæknar í hlutastörfum, hjúkr- unarfræðingar í 35,4 stöðum, Ijós- mæður í 3 stöðum, tannlæknar í 19 stöðum, ritarar í 8,5 stöðum (þar af 4 í móttöku), við símavörslu og af- greiðslu eru starfsmenn í 1,5 stöð- um, framkvæmdastjórar í 2 stöðum, heilbrigðisfulltrúar í 7 stöðum, sjúkraliðar í 11,4 stöðum, og að- stoðarmenn tannlækna eru í 23 stöð- um. Þá starfa við stöðina röntgen- tæknir, tannfræðingur í hálfri stöðu, bókavörður í hálfri stöðu, meina- tæknir, gjaldkeri, umsjónarmaður og starfsfólk við ræstingu og fleiri störf. Alls eru þetta 196 starfsmenn í 136 stöðum. í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur hefur verið unnið mjög merkilegt brautryðjendastarf í heilsuvernd undanfarna áratugi. Slíkt starf er nú 26 HEILBRIGÐISMÁL 1/1983

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.