Heilbrigðismál - 01.03.1992, Blaðsíða 7
HEILBRIGÐISMÁL / Ljósmvndarinn
Hvað er í matinn?
Hlutfall þeirra sem
nefna réttina.
Soðin eða bökuð ýsa 89%
Steikt ýsa 77%
Steikt dilkakjöt 75%
Kjötkássa úr hakki . . 69%
Kjötbollur 59%
Soðið dilkakjöt 56%
Kjúklingur 46%
tugu til sjötugs boröa heita máltíð í
mötuneyti að staðaldri. Hins vegar
kom í ljós aö heitar máltíðir í mötu-
neytum eru oft töluvert frábrugðn-
ar þeim heitu máltíðum sem fólk
borðar almennt í heimahúsum. Par
munar mestu að mötuneytismatur
virðist mun feitari en annar sam-
bærilegur heitur matur. Á því leik-
ur ekki vafi að máltíðir í mötuneyt-
um vinnustaða hafa veruleg áhrif á
mataræði fjölda fólks og geta skipt
sköpum varðandi hollustu fæðis-
ins fyrir mikinn hluta þjóðarinnar.
Konur borða síður heitan mat í
mötuneytum en karlar, og sérstaka
athygli vekur að sá matur sem þær
borða í mötuneytum er ekki eins
fituríkur og matur karla. Eðli
vinnustaðarins kann að hafa ein-
hver áhrif; þær konur sem borða
að staðaldri heita máltíð í mötu-
neyti starfa gjarnan á sjúkrahúsum
eða sjúkrastofnunum en karlarnir
eru við fjölbreytilegri störf.
Ungt fólk á aldrinum 15-24 ára
segist borða heita fiskmáltíð tíu til
ellefu sinnum í mánuði að jafnaði
(tvisvar til þrisvar í viku) en eldra
fólk tólf til þrettán sinnum f mán-
uði að jafnaði (þrisvar í viku). Kjöt-
og farsréttir eru oftar á borðum,
eða sautján til tuttugu sinnum í
mánuði hjá þeim yngri og sextán
til nítján sinnum hjá þeim eldri.
Eggja- eða grænmetisréttir eru
sjaldgæfir aðalréttir. Að jafnaði er
aðeins ein heit aðalmáltíð í mánuði
án kjöts eða fisks í báðum aldurs-
hópum en einn af hverjum tíu
borðar slíka máltíð einu sinni í
viku eða oftar.
Þótt fiskréttir séu sjaldnar á
borðum en kjötréttir er soðin eða
ofnbökuð ýsa tvímælalaust enn al-
gengasti réttur Islendinga. Níu af
hverjum tíu svarendum nefna
þennan rétt og segjast borða soðn-
ingu fimm sinnum í mánuði að
meðaltali. Fiskréttur hafnar einnig
í öðru sæti útbreiðslulistans því 77
af hundraði þátttakenda nefna
steikta ýsu og þeir hinir sömu segj-
ast borða þennan rétt nánast viku-
lega að meðaltali. Algengustu kjöt-
réttir eru steikt dilkakjöt og kjöt-
kássa úr hakki en kjötbollur og
soðið dilkakjöt eru einnig algengir
réttir.
Skyndibitar
Rétt er að taka það fram að mat-
ur frá söluskálum eða skyndibita-
stöðum reiknast ekki með í þessari
samantekt. í könnuninni var spurt
alveg sérstaklega um hamborgara,
pitsur, pylsur og aðra rétti af
skyndibitastöðum. Það kemur
sjálfsagt fáum á óvart að ungt fólk
neytir þessarar fæðu oftar en þeir
sem eldri eru. Þriðji hver piltur á
aldrinum 15-24 ára fær sér ham-
borgara á skyndibitastað að jafnaði
einu sinni í viku og einn af hverj-
um fimm fær sér pylsu. Færri kon-
ur en karlar fara á skyndibitastaði
til að fá sér hamborgara eða pylsu,
en pitsa er jafnvinsæl hjá báðum
kynjum. Að vísu eru tölur um
pitsuneyslu ekki algjörlega sam-
bærilegar við aðra skyndibita því
pitsuneysla í heimahúsum og veit-
ingastöðum er meðtalin. Um helm-
ingur ungs fólks nefnir pitsu. Piltar
segjast borða þrjár og hálfa sneið á
viku að jafnaði og stúlkur tvær. Fá-
ar fæðutegundir verða þannig til
að skáka pitsunni að vinsældum í
þessum aldurshópi.
Soðin eða ofnbökuð
ýsa er enn algengasti
réttur Islendinga.
Heitu máltíðirnar
skipta miklu máli
um hollustu fæðisins.
Pitsa er vinsælasti
skyndibitinn.
Kaldur hádegisverður
eða kvöldverður
Kaldar aðalmáltíðir eru að jafn-
aði færri en heitar og veita minna
af flestum næringarefnum að kalki
undanskildu. Köldu máltíðirnar
eru kalkríkustu máltíðir dagsins en
munur er á fituhlutfalli þeirra með-
al karla og kvenna. Ástæðan er fyrst
og fremst sú að karlar smyrja brauð
sitt aö jafnaði meira en konur auk
þess sem þeir nota meira af fullfeit-
um mjólkurvörum en konur.
Millibitar, síðdegishressing
og kvöldhressing
Aukabitar og smámáltíðir eru
drjúgur hluti heildarneyslunnar og
veita samanlagt 29% orkunnar.
Meðal ungs fólks á aldrinum 15-29
ára er hlutdeild aukabita og smá-
máltíða jafnvel meiri eða 39% en
minnst er hlutdeildin meðal aldr-
aðra. Það sem öðru fremur ein-
kennir aukabila og hressingar af
þessu tagi er tiltölulega mikill við-
bættur sykur, lítil fita en töluvert
kalk. Meira en helmingur alls við-
bætts sykurs kemur í fæðið á
þennan hátt og eru millibitar karla
greinilega sykraðri en millibitar
kvenna. Síödegis- og kvöldhress-
ing beggja kynja er hins vegar
svipuð að samsetningu.
Hcimild:
Laufcy Steingrímsdóttir, Hólmfrtóur Porgeirs-
dóttir og Stefanía Ægisdóttir: Könnttn á matarædi
íslcndinga. 2. Mataræöi og mannUf, Manncldisrdö
íslands, Rcykjavík 1992.
Dr. Laufey Steingrímsdóttir nær-
ingarfræðingur er skrifstofustjóri
Manneldisrriðs.
HEILBRIGÐISMÁL 1/1992 7