Heilbrigðismál - 01.03.1992, Síða 10

Heilbrigðismál - 01.03.1992, Síða 10
RlKlSSPÍTALAR / Ljósmyndarinn Samfélagssáttmáli um heilbrigðisþjónustu - er æskilegur að dómi Vilhjálms Ámasonar heimspekings lslenska heilbrigðiskerfið á í vök að verjast. Ríkið ræður ekki lengur við sjálfvirkan vöxt heilbrigðis- þjónustunnar og hefur því gripið til ráðstafana. Síðustu mánuði hafa fjárveitingar til heilbrigðisþjónust- unnar verið skornar niður, þrátt fyrir andóf ýmissa hópa. Andmæli gegn niðurskurði voru sjaldnast byggð á almennum skilgreiningum á heilbrigðisþjónustu, hvert hlut- verk hennar er og hversu vcl því hlutverki sé sinnt. Það kom í ljós að hvorki heilbrigðisstéttir, stjórn- málamenn né almenningur voru undir það búin að ræða um heil- brigðisþjónustuna á breiðum grundvelli með það fyrir augum að komast að samkomulagi um þau meginatriði sem ættu að einkenna hana. Þess vegna er brýnt að leggja við hlustir þegar hugmyndir og tillögur eru settar fram sem varpa ljósi á þá valkosti sem fyrir hendi eru. Staðreyndin er sú að heilbrigðiskerfið er á krossgötum og ekki verður vikist undan um- ræðu um framtíð þess. Vilhjálmur Árnason, dósent í heimspeki við Háskóla íslands, hefur síðustu misseri haldið á opinberum vettvangi fyrirlestra um ýmsa þætti heilbrigðismála, til dæmis fóstureyðingar og siðaregl- ur heilbrigðisstétta. Hann vinnur nú að bók um heilbrigðismál, sem kemur út í lok ársins. Einkenni skynsamlegrar heilbrigðisþjónustu I vetur hélt Vilhjálmur fyrirlestur í boði Rannsóknarstofnunar í sið- fræði. I fyrirlestrinum, sem bar heitið „Hvað er heilbrigðisþjón- usta?", fjallaði Vilhjálmur meðal annars um meginmarkmið og verkefni heilbrigðisþjónustu og hvernig skipta megi gögnum og gæðum hennar á réttlátan hátt. Hann sagði þrjár viömiðanir nauðsynlegar þegar rætt er um skynsamlega heilbrigðisþjónuslu. í fyrsta lagi þarf hún að vera fagleg til að vera árangursrík. I öðru lagi þarf hún að vera hagkvæm til að tryggja góða nýtingu á þeim fjár- munum sem til hennar eru lagðir. í þriðja lagi er skynsamleg heil- brigðisþjónusta aðeins réttlát þegar þjónustu er skipt á lands- menn með sanngjörnum hætti. Þegar Vilhjálmur hafði greint frá hugmyndum sínum um skynsam- lega heilbrigðisþjónustu sneri hann sér að því að skilgreina þarfir fólks fyrir lækningar og hjúkrun. Hann benti á þær hættur sem fel- ast í því aö ætla heilbrigðiskerfinu of stórt hlutverk, til dæmis með því að gera það ábyrgt fyrir ham- ingju fólks. Skoðun Vilhjálms er að meginverkefni heilbrigðisþjónust- unnar sé að draga úr því böli sem slysum og sjúkdómum fylgir. Þegar best lætur á heilbrigðis- þjónustan að sinna forvarnarstarfi til að koma í veg fyrir heilsutjón. Eðli þjónustunnar Eftir aö Vilhjálmur hafði afmark- að það sem hann nefndi skynsam- lega heilbrigðisþjónustu sagði hann samfélagslegt hlutverk þess- arar þjónustu vera það að „vernda eðlilega lífsstarfsemi einstaklinga og þar með möguleika þeirra til að njóta lífskosta sem sanngjarnt og eðlilegt er að mönnum standi til boða." Flest crum við fædd heilbrigð og sumir eru þeirrar gæfu aðnjótandi að halda fullri og óskertri heilsu til æviloka. Aðrir verða fyrir sjúk- dómum og slysum, ýmist vegna óhappa eða óhollra lífshátta. Við það skerðast möguleikar manna til að njóta þeirra lífskosta sem al- mennt eru viðurkenndir sem sjálf- sagðir. Hér kemur heilbrigðisþjón- ustan til sögunnar og reynir að bæta úr þannig að einstaklingur- inn fái bót meina sinna. Vilhjálmi þykir einsýnt að það sé réttlætis- mál aö sérhver einstaklingur fái jafnan aðgang að þessari þjónustu. Með öðrum orðum eiga þarfir manna að ráða aðgangi að heil- brigðisþjónustu. Heilbrigðisþjónusta er ólík flest- um öðrum gæðum sem standa fólki til boða að því leyti að þeir sem hana nota gera það fremur af þörf en af duttlungum, eins og persónulegum smekk eða skyndi- legri löngun. Þörfin fyrir heil- brigðisþjónustu er almenn og nauðsynleg fyrir þá sem hennar leita til að þeir geti lifað og starfað í samfélaginu. Einstaklingsbundnar þarfir eru annars eðlils. I fyrirlestr- inum útskýrði Vilhjálmur muninn á þessu tvennu. „Þannig er þörf manns fyrir staf til að styðjast við til gangs lífsþörf vegna þess að hann er nauðsynlegur til að bæta upp skerta tegundarbundna lífs- starfsemi. Hins vegar er þörf skíöa- mannsins fyrir skíðastaf háð ein- 'JL / 10 HEILBRIGÐISMÁL 1/1992

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.