Heilbrigðismál - 01.03.1992, Side 11
HEILBRIGÐISMÁL / Jónas Ragnarsson - HEILBRIGÐISMÁL / Lj
staklingsbundnu áhugamáli sem
hefur ekkert með lífsstarfsemi
manneskjunnar að gera."
Gallar markaðslausna
Ein meginhugmyndin að baki ís-
lensku heilbrigðisþjónustunnar er
jöfnuður. Hún er hluti af því vel-
ferðarkerfi sem margir telja að hafi
vaxið nánast stjórnlaust síðustu ár
og áratugi. Þessi stefna hefur verið
gagnrýnd fyrir það að vera fram úr
hófi kostnaðarsöm og jafnframt er
hún talin hamla gegn frelsi og
ábyrgð einstaklinga. Gagnrýnend-
ur hafa bent á að markaðslausnir
geti leyst þennan vanda ef heil-
brigðiskerfið yrði rekið með einka-
fjármagni. Fólk myndi kaupa sér
sjúkratryggingar og bera sjálft
ábyrgð á að tryggingarnar væru
fullnægjandi. Með þessum hætti
væri heilbrigðisþjónusta sett undir
sama hatt og mörg önnur gögn og
gæði þar sem gilda reglur um
framboð og eftirspurn.
Vilhjálmur fjallaði nokkuð urn
sjónarmið markaðshyggjumanna
og féllst á að gagnrýni þeirra á vel-
ferðarkerfið væri aö nokkru leyti á
rökum reist. Hins vegar stæðist
ekki lausn markaðshyggjumanna á
vandanum. „Þau gæði sem heil-
brigðisþjónustan lætur mönnum í
té eru sérstaks eðlis og ósambæri-
leg við flestar neysluvörur. Við
þurfum í sjálfu sér ekki markaðs-
lausnir til þess að hafa í okkur og
á, heldur vegna þess að við viljum
hafa fjölbreytt úrval af vörum sem
hæfa margbreytilegum smekk og
löngunum. Heilbrigðisþjónusta
aftur á móti hefur ekkert með
smekk manna og langanir að
gera," sagði Vilhjálmur og bætti
við að heilbrigðisþjónustan sinni
„nokkrum brýnustu lífsþörfum
manna, sem eru forsendur frelsis
þeirra, tækifæra og velferöar. Heil-
brigðisþjónusta er því ekki sam-
bærileg við verslun sem býður fjöl-
breytilegar matvörur á markaði,
heldur miklu fremur við það að
sinna frumþörf manna fyrir nær-
ingu í hvaða formi sem cr."
Sáttmáli milli pegnanna
Þó að vankantar velferðarkerfis-
ins séu áberandi og að háværar
kröfur séu um að endurskoðunar
sé þörf á stórum þáttum þess, þar
er meðtalin heilbrigðisþjónustan,
er viðhlítandi lausn ekki að finna í
markaðshyggjunni. En hvað er þá
til ráða?
1 fyrirlestri sínum lagði Vilhjálm-
ur til hugmynd sem gæti vísað
þriðju leiðina að góðri heilbrigðis-
þjónustu. „Hugmyndin er sú að
borgarar tiltekins ríkis sem frjálsar,
ábyrgar og skynsamar verur, geri
með sér samfélagssáttmála. Til að
tryggja að slíkur sáttmáli dragi ckki
taum tiltekinna hagsmunahópa
eða hampi einstaklingsbundnum
óskum manna er gert ráð fyrir því
að samningsaðilarnir gjöri sátt sína
undir fávísisfeldi."
Vilhjálmur sækir hugmyndina til
John Rawls, sem er áhrifamikill
bandarískur heimspekingur og
skrifaði meðal annars tímamóta-
verkið A Theory of Justice. Surnir
kynnu að andmæla þessari hug-
mynd á þeim grundvelli að hún sé
fjarri raunveruleikanum. Vilhjálm-
ur bendir á að hér sé um afstöðu
að ræða, hvaða forsendur við vilj-
um leggja til grundvallar mótun
heilbrigðisstefnu. Svonefndur fá-
vísisfeldur á að tryggja það að
sanngirni verði tekin fram yfir sér-
hagsmuni þegar skipulagið er
ákveðið. Þegar nánar er að gætt er
hugmyndin ekki eins langsótt og
ætla mætti við fyrstu sýn.
„Slys og sjúkdómar gera ekki
boö á undan sér og ekkert okkar
getur vitað á þessari stundu hvern-
ig okkur muni heilsast að kvöldi.
Og sé okkur ókleift að vera sann-
gjörn þegar við sjálf eigum í hlut,
hugsum þá málið út frá börnum
okkar. Hvernig mun þeim vegna í
heilsuhappdrættinu og hvernig
viljum við að samfélagið skipu-
leggi heilbrigðisþjónustuna í ljósi
þeirrar óvissu?"
Vilhjálmur telur líklegt að niður-
staðan af sáttmálsgjörð leiddi til
áþekkrar heilbrigðisþjónustu og
við þekkjum nú. Þó myndi sátt-
málshugmyndin í senn veita betri
viðmið og stuðla að árangursríkari,
hagkvæmari og réttlátari heil-
brigðisþjónustu.
Fyrirlestrinum lauk með því að
Vilhjálmur sagði það þegnanna
sjálfra að gera með sér sáttmála unr
heilbrigðisþjónustu. P.V.
HEILBRIGÐISMÁL 1/1992 11