Heilbrigðismál - 01.03.1992, Qupperneq 14

Heilbrigðismál - 01.03.1992, Qupperneq 14
Hvemig hjálpum við bömum að komast yfir áföll lífsins? Grein eftir Braga Skúlason Ég fór meö dóttur minni, fimm ára, í kirkju rúmum ktukkutíma fyrir útför gömlu frænku hennar. I sameiningu skoðuðum við kist- una, blómin, gáfum okkur góðan tíma til að ræða um frænku, sem nú væri hjá Guði. Svo sögðum við bæn saman og signdum yfir kist- una. Organistinn var að spila á orgel- ið og við fórum til hans. Við þurft- um að fara upp mörg þrep og litlir fætur fundu fyrir þreytu. A leið- inni niður nam dóttir mín staðar, leit út í gluggann og sá að þar var mikið af dauðum flugum. Hún spurði: „Pabbi, af hverju eru svona margar dauðar flugur hér?" Ég reyndi að útskýra hvernig flugur kæmust inn í kirkjuna, flögruðu um, kæmust svo ekki út, hópuðust síðan í birtuna í gluggunum og þegar þær gætu ekki lifað lengur enduðu þær líf sitt þar. Hún fór síðan í leikskólann og fóstrurnar, sem vissu hvað hún hafði verið að gera, töluðu við hana. Hún sagði: „Við pabbi fórum í kirkjuna til að kveðja frænku mína. Kistan hennar var svo falleg og blómin á kistunni voru öll í uppáhalds litunum mínum . . og svo voru alveg rosalega margar dauðar flugur í gluggunum ..." Þannig sá dóttir mín atburð í lífi sínu sem fól í sér nokkurn sárs- auka, því hún hafði farið oft til þessarar frænku sinnar og þótti ákaflega vænt um hana. Mér fannst því mikilvægt að hún fengi að kveðja á sinn hátt. Við vorum búin að undirbúa þessa kveðju- stund, gáfurn okkur góðan tíma og ég spurði hana hvað hún vildi gera. En mér fannst líka mikilvægt að ég leiðbeindi henni á förinni í gegnum þessa lífsreynslu. Mér finnst þessi upplifun og útfærsla hennar heillandi. En hvernig dauði flugnanna kemur inn í þetta er mér ekki ljóst. En hún var aðeins fimm ára þegar þetta var. Þetta var í fyrsta skipti sem dauðinn snerti dóttur mína svo persónulega. En við höfum oft rætt dauðann. Hún virðist fara í gegn- um tímabil þar sem dauðinn skipt- ir miklu máli, en svo koma önnur tímabil þar sem hann skiptir engu máli. Einu sinni var dúkkan henn- ar, hann Óskar, alltaf að deyja. Hann dó oft á dag. Stundum fannst manni þetta einum of langt gengið. En við gerðum ekki mál úr þessu og svo gekk þetta yfir. Oft hef ég hugsað um hve mikil- vægt það sé að gefa börnum for- sendur til aö taka á lífinu eins og það er. Ekki eins og við, þessi full- orðnu, vildum hafa það. Auðvitað snýst þetta ekki einungis um dauð- ann. Enn heyrast raddir þeirra sem segjast ekki ætla að kenna börnum neitt um trúmál, þau skuli bara velja þegar þau verða stór. Hvað skyldu þau velja ef foreldrar þeirra leiðbeina þeim ekki? Fleira má nefna. Ég hef verið að kynna mér erlendar rannsóknir á áhrifum skilnaða á börn. Þar kemur fram að jafnvel þrjú af hverjum fjórum börnum fái ekki að vita um yfirvof- andi skilnað foreldra sinna. Eru foreldrar að reyna að vernda börn- in sín fyrir áföllum? Er rétta leiðin að loka augum þeirra fyrir stað- reyndum lífsins, jafnvel þótt þær séu sárar? A þessu ári hef ég farið í nokkra skóla og dagvistarheimili þar sem ég hef rætt við foreldra, kennara og fóstrur um sorg barna og mögu- leika í úrvinnslu þeirrar sorgar. Eitt atriði hefur komið mikið upp í þeirri umræðu: Að foreldrar hafi tilhneigingu til að fela erfiðleika í fjölskyldunni fyrir fóstrum og kennurum og því sé lítið sem ekk- ert unnið með erfiðlcika barna og sorg í skólum og dagvistarheimil- um. Erfiðast virðist þar að opna umræðu um skilnað foreldra, hvað þá yfirvofandi skilnað! Og ef kenn- ari eða fóstra sér einkenni álags, hegðunarbreytingar, árásargirni, og/eða þunglyndi hjá barninu og vekur máls á því við foreldra er al- veg eins víst að foreldrar fari í vörn og finnist kennarinn eða fóstran vera með afskiptasemi. Hinu verð- ur svo að bæta við, að starfsmenn skóla og dagvistarheimila eru van- búnir að vinna úr missi barna vegna skorts á úrræðum. Kemur þar bæði til skortur á umfjöllun um þessi efni í námi fagfólks og skort- ur á bakstuðningi. Hvað felur uppeldi í sér? Það er stór spurning. Ef við lítum svo á að tilgangur uppeldis barna sé að koma þeim til manns og gefa þeim 14 HEILBRIGÐISMAL 1/1992

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.