Heilbrigðismál - 01.03.1992, Blaðsíða 15

Heilbrigðismál - 01.03.1992, Blaðsíða 15
HEILBRICÐISMÁL / Tómas Jónasson það veganesti sem veita muni þeim farsæld og hamingju, hlýtur það að fela í sér að foreldrar þurfi að gefa mikið af sér. Og þar er ekki einvörðungu um það að ræða að kenna þeim hitt og þetta um efna- hagsleg gildi. Foreldrar verða að gefa af sér bæði vitsmunalega og Börn hafa rnikla þörf fyrir samneyti við þá sem eldri eru. Við eigurn að hlusta á börnin, reyna að læra af þeim og segja þeim sannleikann á þann hátt að þau skilji hann. Þannig getum við auðveldaö þeim að kornast yfir áföll. tilfinningalega og umfram allt að hafa tíma til’að sinna uppeldinu. Eg tel að við feður séum sérstak- lega sekir um vanrækslu á þessu sviði. Konum hefur verið - hvort sem þeim líkar betur eða ver - ætl- að að sjá um uppeldis- og fræðslu- mál í okkar þjóðfélagi í mjög ríkum mæli. Uppeldi krefst þolinmæði. Upp- alendur verða að geta tekið í taum- ana þegar börnin ganga of langt. En uppeldi felst ekki einvörðungu f því að gefa heldur líka að þiggja. Börnin geta gefið okkur svo mikið, ef við gefum þeim forsendur og ef við leyfum þeim að móta okkur. Börn leita til foreldra sinna með spurningar um allt á milli hirnins og jarðar. Surnar þessara spurn- inga eru auðveldar viðureignar, aðrar mun erfiðari. Foreldrar geta ekki vænst þess að geta svarað öll- um spurningum barna sinna varð- andi líf og dauða. Leyfist mér sem foreldri að standa máttvana gagn- vart barninu mínu og segja: „Ég skil þetta ekki. Eg hef ekki fund- ið neitt svar við þessari spurn- ingu?" Leyfist mér að gráta með barninu mínu vegna þess að veru- leiki þessa lífs er mér tímabundið erfiður viðureignar? Jú, svo lengi sem ég ætlast ekki til þess að við skiptum um hlutverk. Sem fullorð- inn einstaklingur og foreldri, ber ég ábyrgð umfram barnið. Barnið á ekki að bera ábyrgð á mér. En ég tel að í því liggi rnikil meinsemd í okkar þjóðfélagi að lokað sé á til- finningar og umræða um þær leyf- ist ekki. Fyrir mér er það ekki ábyrg afstaða foreldris að loka fyr- ir eigin tilfinningar og vera ekki til reiðu fyrir barnið sitt, tilfinninga- lega, þegar áföll lífsins dynja yfir. Börnin læra af okkur hvað er leyfilegt og hvað ekki. Er leyfilegt að vita ekki hvers vegna við verð- um fyrir áföllum í lífinu? Er allt í lagi með mig þótt mér líði öðru vísi en þér? Má barnið leika sér þótt hinir fullorðnu gráti? Auðvitað. En einhver verður að segja hvað má og hvað má ekki. Best er að það sé ábyrg manneskja. Manneskja sem hefur hugleitt hvað eigi að kenna börnum. Manneskja sem er þess meðvituð að hann/hún veit ekki öll svör og getur jafnframt tekið á móti vísdómi barnanna. Mann- eskja sem hlustar. Manneskja sem líkist mér og þér. Bragi Skúlason er sjiíkrahúsprestur Ríkisspítala. Hann hefur nýlega gefiö út bók: Von. Bók um viðbrögö viö missi. HEILBRIGÐISMÁL 1/1992 15

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.