Heilbrigðismál - 01.03.1992, Qupperneq 18
GEIMFERÐASTOFNUN EVRÓPU (ESA) / Birt með leyfi Landmælinga íslands
Lofthjúpur jarðar og lífsskilyrðin
Um vistfræði í víðustu merkingu,
ósonlagið, súrt regn, gróðurhúsaáhrif o. fl.
Hin dýrmæta hula sem jörðin
sveipar um sig með aðdráttarafli
sínu hefur um aldaraðir verið heil-
næm lífríkinu og þróast með því.
Lofthjúpur jarðar og úthöf hafa
einnig verið hrein og tær. Það
hvarflaði ekki að neinum að það
yrði nokkurn tímann öðru vísi. En
nýlega áttuðu menn sig á því að
lofthjúpur og úthöf taka að vísu
lengi við en ekki endalaust. Það
hefur lítið borið á úrgangsefnun-
um til skamms tíma, en nú smjúga
þau gegnum merg og bein dýra og
manna hvar sem er á jörðinni.
Lofthjúpur jarðar er þunnur, nán-
ast eins og hýði á epli. Veðrahjúp-
urinn er aðeins 10-15 km á þykkt.
Grein eftir Þór Jakobsson
Fyrir nokkrum árum fannst
verksmiðjuframleitt efnasamband í
börnum á Broughtoneyju á
heimskautasvæðum Kanada, víðs
fjarri iðnaðarsvæðum þar sem efn-
ið hafði verið framleitt og notað.
Efnið var pólýklórín tvífenýl
(PCB), sem fannst reyndar hvergi í
ríki náttúrunnar fyrir daga iðnað-
arins, og var magn efnanna yfir
hættumörkum í meira en öðru
hverju barni. Börnin reyndust hafa
fengið efnaleifar þessar með móð-
urmjólkinni. Inúítar nyrst í Kanada
lifa á fiski og kjöti sjó- og land-
spendýra. Dýr eru ofarlega í fæðu-
keðju náttúrunnar og hafa því eitr-
uð efni safnast fyrir í þeim á leið
sinni um hlekki fæðukeðjunnar.
Veðurfræðilegar athuganir bentu
til, að PCB-efnin í börnunum á
Broughtoneyju hefðu að öllum lík-
indum borist í upphafi frá Evrópu
og Asíu og dreifst í örlitlu magni
yfir sjó og land. Flutningur með
hafstraumum og sjávardýrum
kann einnig að hafa átt sér stað.
Frá þessu er sagt í bæklingi sem
kom út í tilefni hins árlega veður-
dags Alþjóðlegu veðurfræðistofn-
unarinnar, 23. mars. Bæklingurinn
fjallar um veðurfræði, vatnafræði
og lífvænlega framvindu á jörð-
inni, eða svonefnda sjálfbæra þró-
un. Þema veðurdagsins í ár var
mengun, náttúruhamfarir og um-
hverfismál, og ekki að ófyrirsynju,
því að þetta eru málefni sem
brenna á vörum alls almennings
um þessar mundir.
Hér verður vikið að nokkrum
staðreyndum um lofthjúp jarðar,
sögu hans, mengun af manna
völdum síðustu áratugi og að lok-
um minnst á fræðigrein um lífsskil-
yrði.
Lofthjúpur jarðar
Lofthjúpur jarðar er nokkurra
tuga kílómetra þykkur. Neðsta lag
hans, svonefndur veðrahjúpur
(veðrahvolf), er 10-15 kílómetrar á
þykkt. í veðrahjúpnum er megnið
af andrúmslofti jarðar, loftmassan-
um þar sem veðrið er og skýin að
langmestu leyti. Veðrahjúpurinn
er þykkastur við miðbaug jarðar en
þynnist er norðar og sunnar dreg-
ur. Þykktin er því líliö meiri en
vegalengdin milli Lækjartorgs í
Reykjavík og Hafnarfjarðar. Miðað
við þvermál jarðar (12700 km) er
lofthjúpurinn nánast eins og hýði á
epli, og varla það.
Lofthjúpir hnattanna í sólkerfi
okkar hafa allir sín sérkenni sem
hafa mótast í aldanna rás af fjar-
lægð frá sólu og stærð hnattanna.
18 HEILBRIGDISMÁL 1/1992