Heilbrigðismál - 01.03.1992, Page 20

Heilbrigðismál - 01.03.1992, Page 20
Bjðm Rúriksson málma í jarðvegi, minni vexti skóga, auknum sjúkdómum plantna og hraðari veðrun mann- virkja. Skógar hafa orðið illa úti í sumum löndum af völdum súrs regns. Pannig veslaðist upp um helmingur rauðgrenis í Vermont í Bandaríkjunum á aðeins fimmtán árum. Lofttegundir og agnir andrúms- loftsins hafa einnig enn önnur áhrif áður en þær skolast burt úr andrúmsloftinu með úrkomunni. Pær verða á vegi sólgeislanna á leið niður um lofthjúpinn, ákvarða skyggni og gegnsæi hans, eða hve mikið sólskin nær niður til jarðar. Andrúmsloftið, eða lofthjúpur jarðar, hefur sem sagt af náttúr- unnar hendi sérstæða samsetningu sem lífríkið, gróður og dýr, hefur þróast við og raunar verið svo samofin að segja má að hvort tveggja hafi þróast í takt í milljónir ára. Lofthjúpur og lífríki eru eins og ein lífræn heild. Veðurfarssveiflur og eldgos Veðurfarssveiflur eru af ýmsu tagi, ýmist litlar eða miklar, skammvinnar eða langvarandi. Breytingarnar eru mun fjölbreyti- legri en talið var til skamms tíma. Sömuleiðis hefur smám saman komið í Ijós að orsakir sveiflnanna eru margvíslegar. Jökulaldir hafa staðið í hundruð þúsunda ára, önnur skeið nokkur þúsund ár og minni sveiflur í nokkra áratugi. Lönd og höf hafa kólnað og hlýnað á víxl. Orsakir hafa verið raktar til hægfara breytinga djúpsjávar- strauma, áhrifa gosefna í háloftum sem dreifast um hvel jarðar við eldgos, smábreytinga á fjarlægð jarðar frá sólu, breytilegrar sólar- orku og enn annarra náttúrufyrir- bæra. Kenningin um áhrif eldgosa á veðurfar hefur ekki átt fylgi að fagna alla tíð, en trú á hana hefur aukist síðustu áratugi. Athuganir á borkjörnum Grænlandsjökuls bera vitni um skýrt samhengi öskulaga og kuldakasta á fyrri öldum, en auk þess hefur reynsla vísinda- manna af meiri háttar eldgosum sannfært þá um áhrifamátt gosefna sem dreifast um heiðhvolf háloft- anna. Einnig hafa tölvutilraunir með reiknilíkön af veðurfarskerfi jarðar gefið til kynna að gosefni muni geta raskað geislunarjafn- vægi í lofthjúpi. Til gamans má geta þess, að það var eldgos á Islandi, Skaftáreldar, sem kom vísindamanni nokkrum upphaflega á sporið um þessi áhrif, en nær tvær aldir liðu þar til frekari athuganir nægðu til al- mennrar viðurkenningar á tilgát- unni. Maðurinn var enginn annar en Benjamín Franklín. Arið 1784 hélt hann því fram, að „þurr þoka" sem huldi norðurhvel jarðar árin 1783-1784, komin frá íslensku eld- fjalli, væri líklega völd að óvenju- lega köldu tíðarfari á meginlandi Evrópu um þær mundir. Að vísu hélt Benjamín Franklín gosið vera í Heklu, því fræga fjalli, en það ætti ekki að draga úr aðdáun okkar á skarpskyggni og ályktunardirfsku þessa þúsundþjalasmiðs á sviði vísinda og athafna. Með nútímatækni er tækifæri til að komast að nánara samhengi milli eldgosa og veðurfarsbreyt- inga. Fullkomnar mælingar á geisl- Stór eldgos, meðal annars á ís- landi, hafa áhrif á veðurfar um allan heim. Myndin er frá fyrstu klukkustund Heklugossins 1980, sem var með minna móti, en fyrr á öldum urðu mörg stór gos í Heklu, t.d. árið 1104 og enn stærra fyrir um 2900 árum. 20 HEILBRIGÐISMÁL 1/1992

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.