Heilbrigðismál - 01.03.1992, Qupperneq 29

Heilbrigðismál - 01.03.1992, Qupperneq 29
HEILBRIGÐISMÁL / Teikniþjónustan - LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ / Halldór Porsteinsson - HEILBRIGÐISMÁL / Ljósmyndarinn Innlent Framhaldsskóla- nemar mældir Kólesteról í blóði 18-20 ára framhaldsskólanema á Akureyri reyndist vera um 5 millimól í lítra að meðaltali, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem læknarnir Jón Þór Sverrisson og Þorsteinn Skúlason gerðu á 254 nemum fyrir þrem árum og skýrt var frá á lyf- læknaþingi á Egilsstöð- um um miðjan júnímán- uð. Þar sem kransæða- sjúkdómur var í ættinni var kólesteról marktækt meira heldur en ef svo var ekki. Þessi tegund blóðfitu var talsvert meiri hér en samkvæmt hollenskri rannsókn á hliðstæðum aldurshópi. Karlar í hópi norð- lensku nemanna voru að meðaltali 181 sentimetra háir og 74,5 kílógrömm á þyngd. Konurnar voru lægri en karlarnir og létt- ari, 167 sm og 61,3 kg. Aðeins 18% nemanna reyktu. Fjórði hver fullorðinn neytir ekki áfengis Um 27% fullorðinna Islendinga neyta ekki áfengis, samkvæmt nið- urstöðum könnunar sem Hagvangur gerði fyrir Ábyrgð hf., tryggingafé- lag bindindismanna. Könnunin var gerð í maí 1992 og náði til 1400 karla og kvenna á aldrin- um 15-89 ára. Svörun var 76%. Hlutfallslega færri bindindismenn á áfengi eru á höfuðborgarsvæð- inu (23%), samanborið við annað þéttbýli (31%) og dreifbýli (33%). Þá virðist Iöng skólaganga ekki hafa áhrif til góðs að þessu leyti. Fleiri konur en karlar neyta ekki áfengis (34% og 19%) og fæstir bindindis- menn eru á aldrinum frá tvítugu til fimmtugs. Þessar niðurstöður eru í samræmi við það sem fram kom í könnun sem Hagvangur gerði fyrir Bindindisfélag öku- manna í september 1991 en á meðfylgjandi línu- riti hefur niðurstöðunum verið slegið saman. Sterar í stórum stíl Nýleg rannsókn í sænskri vaxtarræktarstöð leiddi í ljós að þrír af hverjum fjórum körlum, sem æfðu fyrir keppni, notuðu karlhormón en einnig einn af hverjum fjórum sem æfðu ein- ungis í hressingar- og fegrunarskyni. Land- læknisembættið telur misnotkun karlhormóna vera útbreidda meðal ís- lenskra kraftlyftinga- og vaxtarræktamanna, og styðst þar við vitnisburð þrjátíu lækna sem kynnst hafa steramis- notkun og afleiðingum hennar í daglegu starfi sínu. Þetta kemur fram í nýju fræðsluriti sem læknarnir Ari Jóhannes- son og Pétur Pétursson sömdu fyrir Landlæknis- embættið. Fræðsluritið nefnist „Staðreyndir um steralyf". Aldraðir ekki alls staðar jafn margir Um 9,4% af íslending- um eru 67 ára og eldri, eða um 24.500 manns. Konur eru fleiri en karl- ar. I kaupstöðum eru hlutfallslega flestir aldr- aðir á Siglufirði (13,7%) og í Reykjavík (11,5%), miðað við mannfjöldatöl- ur 1. desember 1991. Hlutfallið er þó mun hærra í sumum hrepp- um og metið á Fjalla- hreppur í Norður-Þing- Fleiri konur en karlar neyta ekki áfengis eyjarsýslu þar sem þrír af átta íbúum eru 67 ára eða eldri (38%), en hlut- fallið er einnig mjög hátt í Hörðudalshreppi í Dalasýslu (23%) og Kelduneshreppi í Norð- ur-Þingeyjarsýslu (21%). 1 Snæfjallahreppi í Norö- ur-lsafjarðarsýslu er hins vegar enginn af íbúun- um þrettán orðinn 67 ára, í Bessastaðahreppi í Kjósarsýslu eru aðeins 2,4% íbúanna aldraðir, samkvæmt þessari skil- greiningu, næst kemur Kjalarneshreppur í sömu sýslu (2,6%) og „yngsti" kaupstaðurinn er Mos- fellsbær (3,1%). Umferðarmengun Fyrstu niðurstöður úr mælingum sem heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur hefur látið gera á loft- mengun í borginni benda til þess að við miklar umferðargötur sé loftmengun meiri en æskilegt getur talist. Hins vegar er ástandið viðunandi víðast hvar annars staðar. Þetta kom fram í Borgarfréttum, nýju fréttabréfi Reykja- víkurborgar. -jr. HEILBRIGDISMÁL 1/1992 29

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.