Heilbrigðismál - 01.09.1996, Side 9
Sigfús Eymundsson (Þjóðminjasafnið)
Hugsun og hegðun
Menning þjóðar er fyrst og fremst sá bragur
sem er á lífi, hugsunarhætti, hegðun hennar, í
þrautum og starfi, á gleðimótum og mannfund-
um, á sambúð fólksins í landinu og á daglegri
framgöngu þess.
Kristján Albertsson rithöfundur (f 1897, d. 1989). Iðunn, 1937.
Heilsuleysi
og fjártjón
Það sem áður var talin
neyðarráðstöfun, að
koma heimilismanni af
heimilinu í spítala, er nú
léttir bæði fyrir sjúkling-
inn og húsmóðurina.
Þannig mun þróunin
ganga í þá átt að byggðir
verða spítalar, barna-
heimili, elliheimili og
fæðingarstofnanir og
sjúklingunum búin þar
þau skilyrði sem hæfir
þeim í hverju einstöku
tilfelli.
Öll framfaramál hafa
fyrst í stað í för með sér
aukin fjárútlát, en það fé
fæst oftast endurgreitt
með bættri afkomu al-
mennings. Heilsuleysi og
óhollir lifnaðarhættir
baka þjóðinni meira fjár-
tjón en menn gera sér
grein fyrir í fljótu bragði,
og því fé sem varið er til
aukinnar heilbrigðis- og
uppeldisstarfsemi í land-
inu er aldrei á glæ kastað.
Sigríður Eiríksdóttir hjúkrumr-
kona (f. 1894, d. 1986).
Heimili og skóli, 1943.
Hégómi
Hégómleg metorða-
girnd er lítilsvirði; hún
fær oss iðulega til að
sækjast eftir því sem aðr-
ir telja gott og eftirsókn-
arvert, þótt það í sjálfu
sér sé næsta fánýtt. Hún
gerir menn því oft hug-
deiga og ósjálfstæða, en á
hinn bóginn hégóma-
gjarna, svo að þeir sækj-
ast eftir þessa heims
prjáli. En makleg frægð
fyrir mikið og vel unnið
starf er ekki annað en
réttlát viðurkenning; og
álit og virðing samþegna
manns fyrir gott fordæmi
eða þjóðnýtt starf er ekki
nema sjálfsögð. Menn
sækjast yfirleitt of mjög
eftir hinum svo nefndu
ytri gæðum, en sést að
sama skapi yfir hin innri
verðmæti og andlegu
gæði.
Ágúst H. Bjarnason prófessor
(f. 1875, d. 1952).
Samtíð og saga, 1941.
Fagra land
Margir, einkum
þroskavana unglingar,
eru yfir sig hrifnir af öllu
því er útlent er og þykir
lítt til koma alls hér
heima, jafnvel landsins
okkar fagra. Ég hygg að
það sé hollara og betra
að kynnast fyrst heima-
landinu og því sem það
hefur að bjóða - og svo
hinum.
Ég hef séð mörg fögur
lönd en ég hef hvergi séð
náttúrufegurð er í mín-
um augum jafnast á við
ægifegurð íslenskra ör-
æfa. Töfrar hins hreina
víðáttumikla skyggnis,
hinir sterku litir og miklu
litbrigði lands og lofts,
og svo kyrrðin, hin guð-
dómlega kyrrð og þögn.
Það er ísland!
Rannveig Tómasdóttir
rithöfundur (f. 1911).
19. júní 1954.
Versnandi pest
Hvílíka ólukku og út-
örmun hefur okkar ves-
ala land liðið fyrir sinn
brennivínsdrukk, tób-
aksbrúkun og óþarfa-
kaup! Þau ríkari löndin,
sem hafa þetta sjálf,
kvarta yfir því sem svíð-
andi átumeini, og við
lokkum þau með fíkilegri
eftirsókn að senda oss
sitt úrkast og afskúm fyr-
ir geipiverð. Ef að ég í
nokkru skyldi trega forn-
öldina og öfunda forfeð-
ur okkar, þá er það fyrir
það að þeir ekki höfðu
að segja af þessari æ
versnandi pest.
Varið unglinga við
þeim ósóma, tóbaksbrúk-
un, sem svo mikið hjálp-
ar til að kúga landið.
ísleifur Einarsson yfirdómari
(f. 1765, d. 1836). Mannfundir,
1954.
Tennur og útlit
Tannsjúkdómar hafa
furðu oft og á margan
hátt áhrif á sálarlíf og
taugakerfi. Mikil tann-
og bitskekkja veldur oft
minnimáttarkennd og
hlédrægni. Sama er að
segja um stórspillt útlit
vegna tannskemmda og
andremmu frá skemmd-
um tönnum eða tann-
holdssjúkdómum.
Jón Sigtryggsson prófessor
(f. 1908, d. 1992).
Vísindin efla nlla dáð, 1961.
Úr Reykjavíkurapóteki
meðan það var við Thor-
valdsensstræti. Þetta var
eina apótekið í borginni
til 1919. Þá tók Lauga-
vegsapótek til starfa og
níu árum síðar bættust
Ingólfsapótek og Lyfja-
I búðin Iðunn við.
HEILBRIGÐISMÁL 3/1996 9