Heilbrigðismál - 01.09.1996, Síða 17
Tómas Jónasson
eða að kynna þau fyrir almenningi.
Nú eru vísindastörf hluti af lækna-
námi og nauðsynlegur áfangi á leið
þess, sem sækist eftir nokkrum
frama.
Þessi breyting varð upp úr miðri
öldinni, en þá komu með hjálp vís-
indanna fram lyf og lækningarað-
ferðir, sem ekki aðeins var hægt að
lengja lífið með heldur einnig að
gera það betra. Þetta varð til þess
að fjárveitingar til lækingarann-
sókna voru stórauknar um allan
heim, og alls kyns vísindastarfsemi
blómstraði. Þeir bjartsýnustu töldu
sig jafnvel sjá fram á, að sjúkdóm-
um yrði útrýmt í fyrirsjáanlegri
framtíð. Upplýsingar um heilsu og
lækningar urðu vinsælt fjölmiðla-
efni, og því kepptust fjölmiðlar um
að afla sér slíks efnis og birta það,
jafnvel þó það væri aðeins á hug-
myndastigi, og svo er enn. Það
liggur því í hlutarins eðli, að stór
hluti þessara vísinda endar á kenn-
ingarstigi, en verður aldrei að full-
unninni vísindaafurð. Gildi þeirra
felst einkum í aukinni þekkingu.
Fjöldi vísindarannsókna hefur
verið birtur um lifnaðarhætti og
þátt þeirra í heilsu og vanheilsu.
Flestar slíkar rannsóknir eru þess
eðlis, að þær gefa ábendingar, en
verða aldrei að sannindum. Þær
geta líka gefið mismunandi ábend-
ingar um svipað efni, þó vinnu-
brögðin uppfylli öll skilyrði um
gæði. Hættan við þessar rannsóknir
eru sú, að af þeim séu dregnar of
víðtækar ályktanir.
Því miður hafa margir vísinda-
menn notað sér áhugann, sem al-
menningur hefur á heilsu sinni, til
að vekja á sér athygli og um leið að
bæta möguleika sína til fjáröflunar.
Augljóst má vera, að mikið af því,
sem þannig hefur komið fram, hef-
ur ekki uppfyllt þær vonir, sem til
þess voru gerðar. Viðbrögðin af
hálfu stjórnmálamanna hafa orðið
þau, að fjárveitingar til vísinda-
starfa hafa verið skornar niður, og
hjá almenningi hefur komið vantrú
á vísindi.
Svo er þáttur sölumanna. Heilsa
er nú ein vinsælasta söluvara í
vestrænum heimi, og þeir, sem selja
hana, nota vísindi óspart til að
auglýsa vörur sínar. Þó að alls kyns
heilsurækt og það, sem henni til-
Vísindi eru ekki, eins og almennt virðist vera
útbreidd skoðun, óumbreytanlegar staðreyndir,
heldur vinnuaðferðir til þess að leita að
staðreyndum eða sannleika.
heyrir, kunni að var af hinu góða,
hlýtur daður heilsusölumanna við
vísindi að koma á þau óorði, vegna
þess að þegar þeir auglýsa vöru
sína, setja þeir oft fram tilgátur sem
vísindalega sannaðar staðreyndir.
Þegar svo kemur í ljós, að fyrirheit-
in standast ekki, er vísindum en
ekki sölumönnum kennt um.
Það er skilningskortur á eðli vís-
inda og ofnotkun á vísindahugtak-
inu, sem hefur valdið því, að þau
njóta ekki sömu hylli og þau gerðu
fyrir tveimur til þremur áratugum.
Vísindamenn þurfa því að gæta
varúðar, er þeir birta almenningi
rannsóknir sínar og gera ljósa grein
fyrir því, á hvaða stigi rannsóknirn-
ar eru og hvert stefni með þeim. A
sama hátt ættu þeir, sem selja vöru
eða þjónustu undir yfirskini vís-
inda að vera skyldugir til að gera
grein fyrir þeim vísindum, sem
liggja að baki fullyrðingum þeirra.
Maðurinn er eina lífveran á jörð-
inni, sem skynjar tímann. Maður-
inn er einnig eina lífveran, sem hef-
ur forsendur til að mæla lengd jarð-
sögunnar, jafnvel alheimsins, og
mælieiningin er sú sama, sem hann
mælir sína eigin ævi með. Því er
ekki óeðlilegt, að honum finnist
tímaskammturinn, sem honum er
ætlaður, nokkuð naumur og reyni
að stækka hann með öllum tiltæk-
um ráðum. Trúarbrögðin hafa fyrir
löngu leyst þennan vanda með
kenningunni um eilíft líf og því, að
okkur verði umbunað „hinurn
megin" fyrir skakkaföllin, sem við
verðum fyrir í jarðlífinu.
Hinum „upplýsta" nútímamanni
nægir þetta ekki. Hann hefur glatað
trúnni á eilíft líf og umbun „hinum
megin", og því heimtar hann, að
vísindin leysi þann vanda, sem
hann ratar í á bilinu milli fæðingar
og dauða, og helst eiga þau að
breikka það sem mest, jafnvel í það
óendanlega. En það er ekki nóg,
heldur heimtum við, að vísindin
geri bilið eins þægilegt og kostur er
á, það er að segja með sem minnstu
af sjúkdómum og streitu. Þegar vís-
indin geta ekki uppfyllt þessar
kröfur, fljótt og vel, snúa menn baki
við þeim og leita á náðir „Hinna",
sem lofa kraftaverkum í skjóli ís-
lensku þjóðkirkjunnar.
Vísindin eru oftast seinvirk. Þó
geta vísindalegar uppgötvanir
breytt lífinu á jörðinni í einu vet-
fangi. Þannig var um uppgötvun
sýklalyfja um miðja öldina, og
þannig var með atómsprengjuna.
Slíkar „vísindasprengingar" eru
sjaldgæfar og ef til vill sem betur fer.
En þegar við ásökum vísindin
um, að þeim hafi ekki tekist að gera
jörðina að sælureiti og hafi jafnvel
valdið ómældu böli, megum við
ekki gleyma því, að vísindin eru
mannanna verk, og afurðir þeirra
nýtast því aðeins, að við berum
gæfu til að nota þau til heilla en
ekki til bölvunar.
Árni Björnsson er sérfræðingur í
skitrðlækningum og var yfiriæknir
lýtalækningadeildar Landspítalans.
Þetta er grein sem Árni skrifaði fyrir
„Bók Davíðs" sem kom út í haust.
HEILBRIGÐISMÁL 3/1996 17