Heilbrigðismál - 01.09.1996, Side 18
Siguröur Öm Brynjólfsson
Lystarstol og lotugræðgi
Röskun á matarvenjum
Grein eftir Eirík Örn Arnarson
Þeir sem greinast með lystarstol
og lotugræðgi eiga það sameigin-
legt að vera gagnteknir af hugsun
um mat. Líkamsímyndin er brengl-
uð, þannig að þeim finnst ummál
líkamans vera stærra en það í raun-
inni er, þeir eru sannfærðir um að
þeir þurfi að léttast og ákveðnir í
að halda líkamsþyngd innan marka
sem þeir setja sér og þvinga sig til
að halda.
Imynduð ofþyngd
Lystarstol er kvilli sem hrjáir að-
allega konur og einkennist af veru-
legu þyngdartapi og næringar-
Bjögun á líkamsímynd er ein-
kennandi fyrir lystarstoi. Þrátt fyr-
ir að stúlkurnar séu aðeins skinn
og bein finnst þeim þær vera of
feitar.
skorti vegna þess að fólk forðast að
borða orkuríkan mat. Uppsölur og
tilraunir til að hreinsa líkamann á
annan hátt, t.d. með stólpípum og
hægðalyfjum, eru áberandi hjá
þeim sem þjást af lystarstoli. Yfir-
drifin líkamsrækt er stunduð til
þess að léttast. Hjartsláttur er oft
óreglulegur. Hárvöxtur getur verið
afbrigðilegur.
Þegar fólk léttist aðlagar líkam-
inn sig að breyttri líkamsþyngd;
það hægir á starfsemi og efnaskipt-
um líkamans, hitastig hans fellur
og því er konum með lystarstol oft
kalt. Tíðir hætta vegna þess að svo
grannur líkami getur ekki alið
barn. Andúð á mat eykst í réttu
hlutfalli við hve mikið konan hefur
lést.
Lystarstol leiðir til þess að við-
komandi léttist meira en eðlilegt
getur talist og afstaða til þess að
borða og þyngjast verður neikvæð.
Þegar því er halclið fram að konan
sé of grönn útilokar hún þau rök og
gerir sér í hugarlund að hún sé í
eðlilegri þyngd eða of þung. Konur
með lystarstol leyna því hve grann-
ar þær eru með því að klæðast víð-
um fötum. Þá reyna þær að velja
sér hálfgerða spéspegla sem sýna
þær breiðari en þær eru.
Þær stúlkur sem þjást af lystar-
stoli hafa mikla þörf fyrir að hreyfa
sig, jafnvel þó þær séu þreyttar og
aðframkomnar. Þær sem haldnar
eru lystarstoli ganga að meðaltali
12-14 kílómetra á dag en venjuleg
kona gengur nær helmingi styttra.
Lystarstol ágerist hægt og rólega
og getur tekið eitt til tvö ár að
koma fram. Nákomnir átta sig því
ekki á vandanum fyrr en um sein-
an. Foreldrar taka stundum fyrst
eftir því að eitthvað hefur farið úr-
skeiðis þegar þeir skoða nokkurra
mánaða gamlar myndir af barni
sínu. Viðbrögð fjölskyldu verða oft
mikil og einkennast af kvíða. Þegar
þannig er komið er hyggilegast að
leita til heimilislæknis sem vísar
áfram til fagmanna sem fást við
lystarstol.
Flestar eiga stúlkurnar erfitt með
að viðurkenna vandamálið. Það er
ekki fyrr en í lengstu lög að þær
fara í meðferð, enda finnst þeim
ekki vera neitt að sér. Þeim finnst
þyngd sín og útlit eðlilegt og sama
gildir um mikla þörf fyrir hreyf-
ingu. Meðferðar er oftast leitað að
undirlagi foreldra eða nákominna.
Stúlkurnar ó^tast mest af öllu að
fitna og að þær muni tútna út ef
þær borði eðlilega. Þær eru orðnar
vanar svo litlu magamáli að þeim
finnst óþægilegt að borða og vita
ekki hve mikið er óhætt að borða.
Stúlkurnar verða matvandar og
borða aðeins vissar fæðutegundir.
Það felst þversögn í því að þeim er
umhugað um að þeir sem þær búa
með borði vel, þó að þær svelti
sjálfar heilu hungri. Einnig óttast
18 HEILBRIGÐISMÁL 3/1996