Heilbrigðismál - 01.09.1996, Page 19
þær að vera vaktaðar á meðan þær
borða. Ottinn beinist oft gegn
ákveðnum mat, til dæmis feitmeti,
sósum og öllu sem er orkuríkt.
Áhersla á grannan vöxt
Ástæður lystarstols geta verið
margvíslegar. Oft er um að ræða
erfiðleika á unglingsárum eða
hjónabandserfiðleika foreldra. Tíðir
hafa stundum hafist óvenju
snemma. Stúlkunum hefur verið
gefið of mikið að borða í æsku. Þær
eru gjarnan samviskusamar, þeim
vegnar vel í skóla og þær reyna að
ná fullkomnun. Væntingar foreldra
eru meiri en stúlkunum finnst þær
geta staðið undir.
Tíska er talin hafa haft mikil
áhrif, til dæmis var fyrirsætan
Twiggy með hið dæmigerða útlit
sem sést í lystarstoli, tágrönn með
mjóslegið og kinnfiskasogið andlit.
Sú kvenímynd sem nú nýtur hylli
Það felst þversögn í því að þeim
konum sem þjást af lystarstoli er
umhugað um að makar þeirra
borði vel, þó að þær svelti sjálfar
heilu hungri.
er íþróttalegt útlit og ólík því sem
kvengyðjur fyrri ára höfðu, t.d.
Marilyn Monroe. Lystarstol er al-
gengt meðal dansara og tískusýn-
ingafólks sem leggja áherslu á
grannan vöxt.
Margþætt einkenni
Einkenni lystarstols koma oftast
fram fyrir 25 ára aldur. Engin önn-
ur læknisfræðileg eða sálfræðileg
skýring er á þyngdartapinu. Það er
ekki fylgifiskur annarra kvilla, svo
sem truflana á hormónastarfsemi
eða krabbameins. Einhverjir fjórir
eftirtalinna þátta eru til staðar:
1. Tímabundin ofvirkni. Konurnar
hreyfa sig gjarnan mikið, láta sér
ekki nægja að vera í leikfimi þrisv-
ar í viku og eru í líkamsrækt aðra
daga líka.
2. Brengluð líkamsímynd. Dóm-
greind á eðlilegu útliti raskast.
3. Forsaga um offitu er oft til staðar.
4. Tíðablæðingar stöðvast.
5. Truflun á innri áreitum svo sem
að finna ekki til þreytu eftir
áreynslu eða finna ekki til hungurs.
6. Kreddur varðandi mat.
7. Oeðlileg hræðsla við offitu.
8. Lítill eða lélegur svefn. .
Algengast á unglingsárum
Lystarstol er mun algengara
meðal kvenna en karla. Tölur frá
Bretlandi og Bandaríkjunum benda
til þess að 1-2% stúlkna á aldrinum
12-18 ára eigi við lystarstol að stríða
og flestar eru þær á aldrinum 16-18
ára. Þó hefur lystarstol fundist hjá
kvenfólki allt að fimmtugu.
Gerð var rannsókn á tíðni lystar-
stols og lotugræðgi á nemendum í
læknadeild Háskóla Islands árið
1988. Greiningarlistar voru lagðir
fyrir 358 nemendur, 264 konur og
94 karla. Sjö töldust vera með rösk-
un á matarvenjum, sex (1,7 af
hundraði) sem uppfylltu greining-
arskilyrði fyrir lotugræðgi og einn
fyrir lystarstol.
Á undanförnum árum virðist
nýgengi röskunar á matarvenjum
hafa aukist. Svissnesk rannsókn
leiddi í ljós fjórfalda aukningu á
nýgengi lystarstols meðal kvenna á
aldrinum 12-25 ára á tímabilinu frá
1956 til 1975. Svipuð aukning hefur
einnig komið í ljós í öðrum vest-
rænum þjóðfélögum.
Arangursrík meðferð
Áður en til meðferðar kemur hef-
ur venjulega verið reynt að hafa
áhrif á stúlkurnar heima fyrir með
því að reka á eftir þeim og hvetja
þær til að borða. Eftir innlögn hefur
ýmiss konar meðferð verið reynd,
svo sem að gefa næringu í æð eða
fæða stúlkurnar með slöngu. Einn-
ig hefur verið reynt að gefa lyf sem
eiga að örva matarlyst. Slík með-
ferð hefur yfirleitt ekki borið mik-
inn árangur. Einnig hefur ýmiss
konar sálræn meðferð verið reynd,
svo sem hópmeðferð og fjölskyldu-
meðferð. Hugræn atferlismeðferð
hefur reynst árangursrík.
Meðferðin fer að jafnaði fram á
spítala þar sem stúlkan er látin taka
ábyrgð á matarræði sínu. Hún er
frædd um hvaða einkenni eru eðli-
leg í kjölfar þess að hafa soltið.
Lögð er áhersla á að viðkomandi
þjáist af sulti. Meðferðin byggist á
því að ná réttri þyngd með því að
gera matarvenjur eðlilegar. Einnig
er reynt að hafa áhrif á hugsanir.
Það sem einkennir hugsanagang í
lystarstoli er „annaðhvort eða"
hugsanir, með öðrum orðum virðist
HEILBRIGÐISMÁL 3/1996 19