Heilbrigðismál - 01.09.1996, Side 20

Heilbrigðismál - 01.09.1996, Side 20
Sigurður Óm Brynjölfsson enginn valkostur vera milli þess að vera of léttur og of þungur. Konun- um finnst þær vera feitar vegna þess að þær þykjast sjá einhverja fitu á lærunum. A þann hátt gera þær úlfalda úr mýflugu. Þær taka einangruð atriði fyrir og alhæfa út frá þeim. Einnig draga þær órök- rænar ályktanir af því sem er að gerast í kringum þær og af eigin hegðun. Það er mikilvægt að leið- rétta hugmyndir sem konurnar hafa um fæðu og jafnframt að styrkja sjálfsmat þeirra. Einnig er nauðsynlegt að benda á hve vara- samt er að taka mark á hugmynd- um í þjóðfélaginu um æskilegt útlit. Að jafnaði er það gert að mark- miði að þyngjast hægt eða um 500- 700 grömm á viku. Líkamsrækt er hafin fljótlega og reynt er að styrkja tilfinningu fyrir eðlilegum líkama. Eftir að kjörþyngd hefur verið náð er stefnt að því að halda óbreyttri þyngd á venjulegu fæði í viku fyrir útskrift. Síðan er stúlkunni fylgt eftir á göngudeild um langan tíma, að minnsta kosti í eitt ár og jafnvel lengur. Meðan á meðferð stendur er fylgst með þyngd, hreyfingu, hitaeiningum sem neytt er, hitastigi og hormónabreytingum. Yfirleitt er það hópur fagmanna á sjúkrahúsum sem taka að sér meðferð á lystarstoli, svo sem sál- fræðingur, læknir, hjúkrunarfræð- ingur, næringafræðingur og sjúkra- þjálfari. Þegar stúlkur með lystarstol fara að þyngjast breytist afstaða þeirra til hins betra og þær fara að ná átt- um. Viss stig meðferðarinnar geta þó verið erfið, til dæmis þegar þær fara að fitna og finna fyrir hitatil- finningu um það bil sem líkams- starfsemin fer að taka við sér. Tíðir hefjast sjaldan á meðan á meðferð stendur. Oft þarf að bíða hálft til eitt ár í eðlilegri þyngd uns það gerist. Þegar litið er á árangur meðferð- ar á lystarstoli víða um lönd teist hann góður í tæplega helmingi til- fella. Þegar félagsleg aðlögun er góð og stúlkurnar eiga vini eru lík- ur á bata almennt góðar. Eftir því sem best er vitað hefur enginn dáið af völdum lystarstols hérlendis, að minnsta kosti af þeim sem farið hafa í meðferð. Óhóflegt át á stuttnm tíma Lotugræðgi er tengd lystarstoli og í báðum tilvikum eiga einkum konur í hlut. Röskun á líkams- ímynd, þráhyggja um líkamsþyngd og yfirdrifinn ótti við að fitna er sammerkt með þessum kvillum. Það sem einkennir lotugræðgi er mikil þörf fyrir að borða óhóflega mikið á skömmum tíma og kasta upp strax á eftir svo og misnotkun hægðalyfja. Þetta er gert til að hreinsa líkamann áður en hann hef- ur náð að melta eða taka fæðuna upp. Margar þeirra kvenna sem eru með lotugræðgi hafa náð mikilli færni í að kasta upp. Þær ánetjast þessu atferli og hugsa sífellt um mat og líkamsþyngd. Hegðun í tengslum við mat verður að áráttu. Þær eru oft aumar í maga og kvið- arholi. A morgnana vakna þær gjarnan þrútnar í andliti. Lotugræðgi getur verið hættuleg, einkum vegna þess að kalíumbú- skap líkamans hrakar en það getur haft slæm áhrif á starfsemi hjartans og leitt til dauða. Þyngd kvenn- anna er yfirleitt eðlileg. Tannheilsu hrakar vegna þess að í meltingar- vökvanum sem kastað er upp eru sýrur sem vinna á glerjungi tann- anna og flýta fyrir tannskemmdum. í lotugræðgi er ofátið vel undir- búið. Keyptur er orkuríkur og auð- meltur matur. Síðan er sest að snæðingi og að lokum er öllu kast- að upp. Borðað er yfir sig án þess að mikið beri á. Það er erfiðara að uppgötva lotugræðgi en lystarstol því henni er haldið leyndri. Kon- urnar eru líka tregar að viðurkenna vandamálið og fara ekki í meðferð nema þær eigi ekki annars úrkosti. Orkuinnihald fæðunnar hjá lotu- gráðugum konum er oft tvöfalt eða þrefalt miðað við það sem er hjá heilbrigðum konum. Aðeins lít- ið af orkunni nýtist vegna uppkast- anna. Fæstar þeirra kvenna sem eru með lotugræðgi hafa notið með- ferðar því þær halda eðlilegri lík- amsþyngd með þessum óvenjulegu Þær konur sem þjást af lystarstoli sýna oft óeðlilega hegðun og siði þegar þær matast, svo sem að borða í einrúmi, í myrkri eða standandi. 20 HEILBRIGÐISMÁL 3/1996

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.