Heilbrigðismál - 01.09.1996, Page 34
Tómas Jönasson
Aukin lyfjaneysla
getur aukið
lífsgæði fólks
að vissu marki
segir Róbert Melax sem á hlut
í tveimur af tíu nýjum lyfjabúðum
og lagði allt undir þegar frelsi
í lyfjasölu var aukið
Nafn Róberts Melax kom fyrst fram í fjölmiðlum
haustið 1995 þegar hann, ásamt öðrum, mótmælti frest-
un Alþingis á gildistöku nýrra lagaákvæða um aukið
frelsi í lyfsölu. Þegar ákvæðin höfðu tekið gildi, í apríl
1996, opnaði hann Lyfju, í félagi við Inga Guðjónsson,
sem er lyfjafræðingur eins og Róbert. Nokkrum mán-
uðum síðar opnuðu þeir aðra lyfjabúð inni í stórmark-
aði, í samvinnu við Hagkaup. Segja má að Róbert Mel-
ax hafi verið ókrýndur konungur nýrra lyfsala, þeirra
sem ekki fá inngöngu í Apótekarafélag Islands.
„Með gildistöku lagaákvæðanna var afnumin
þriggja alda einokun á lyfjasölu," segir Róbert, „en litlu
mátti muna að þessar breytingar hefðu kafnað í fæð-
ingu." Er hann þá ekki ánægður með það hve vel al-
menningur hefur tekið frelsinu? „Jú. Aður en við
ákváðum að leggja allt okkar undir til að koma Lyfju á
fót gerðum við áætlanir og þær hafa staðist og vel
það," segir Róbert og honum finnst að viðbrögð al-
mennings bendi til að þessi breyting hafi verið löngu
tímabær.
Haft hefur verið eftir honum að gamla kerfið hafi
leitt til offjárfestingar. Er ekki líklegt að nýja kerfið geri
það einnig, vegna þess hve mikið fé hefur verið lagt
í nýjar lyfjabúðir? „Nei, ekki á sama hátt. Þeir sem
fengu úthlutað lyfsöluleyfi í gamla kerfinu þurftu að
taka á sig fjárhagsskuldbindingar sem námu allt að 50-
100 milljónum króna, meðal annars vegna stórra hús-
eigna. Nú er hægt að hefja rekstur lyfjabúðar fyrir brot
af þessari upphæð. Sjálfsagt eiga einhverjar lyfjabúð-
ir eftir að leggja upp laupana, en það er ekkert athuga-
vert við það frekar en við gjaldþrot annarra versl-
ana."
Hvaða lyfjaverslanir eru í mestri hættu? „Þær sem
eru á óheppilegum stöðum. Lyfjaverslanir þurfa annað
hvort að vera nálægt stofnunum sem veita heilbrigðis-
þjónustu eða þar sem mikil umferð fólks er, til dæmis í
tengslum við verslunarmiðstöðvar. Apótek eiga ekki
að vera ein sér, eins og mjólkurbúðir og fiskbúðir voru
hér áður fyrr." Róbert telur að eftir nokkur ár verði
tvær til fjórar verslanakeðjur ráðandi á lyfjamarkað-
num, en einnig önnur hefðbundin 'apótek.
Reglum um lyfjaverð hefur verið breytt þannig að
hlutur neytenda er aukinn og segja má að ríkið taki til
sín hluta af þeim afslætti sem neytendur voru fyrst í
stað látnir njóta. Er ekki orðið þrengra um samkeppni í
verði? „Jú, en við reiknuðum með þessum viðbrögðum
af hálfu ríkisins sem nú lætur neytendur greiða 38-39%
af verði lyfja í stað 33% áður. Við gerum ráð fyrir að í
staðinn verði samkeppni um að bjóða sem besta þjón-
ustu."
Eitt helsta sérkenni Lyfju er langur afreiðslutími,
mikið er af sjálfsafgreiðsluvörum og greiður aðgangur
er að lyfjafræðingi og hjúkrunarfræðingi. Þetta hafa
sumar aðrar lyfjabúðir einnig tekið upp. „Við vildum
ganga enn lengra," segir Róbert, „og hafa algengustu
lausasölulyf í sjálfvali, eins og tíðkast í nágrannalönd-
unum, en það var ekki samþykkt." Hann bendir á að
allt verslunarsvæðið er mun opnara en áður hefur
þekkst í apótekum.
Margir stjórnmálamenn höfðu áhyggjur af því að
fjölgun lyfjabúða og heimild til að auglýsa lyf myndi
leiða til aukinnar lyfjanotkunar. Er þetta ástæðulaus
ótti? „Að því er varðar lyfseðilsskyld lyf er þetta ekki
líklegt. Það er í verkahring lækna að ávísa slíkum lyfj-
um en ekki apóteka. Islendingar nota ekki eins mikið
af lyfjum og sumar aðrar þjóðir. Þess vegna er senni-
lega eitthvað um það að fólk sem þyrfti á lyfjum að
halda, og á rétt á þeim, fái þau ekki. Með það í huga að
lyf eru til að bæta líðan má segja að aukin lyfjaneysla
geti aukið lífsgæði, að minnsta kosti að vissu marki. Þá
er hugsanlegt að sala lausasölulyfja aukist vegna aug-
lýsinga, en ef til vill er það á kostnað dýrari lyfja," seg-
ir Róbert. Að hans mati geta auglýsingarnar einnig
orðið til þess að auka þekkingu neytenda á lyfjum, en
skort hefur á fræðslu um þau.
Hvernig hefur reksturinn gengið? Verðið þið Ingi í
efstu sætunum á skattskránni í sumar? „Nei, það er
langt frá því. Enda þótt viðtökur almennings hafi verið
betri en við þorðum að vona erum við ekki orðnir ríkir
af þessu - hvað sem síðar verður," segir Róbert Melax.
Þegar hann var spurður hvort þeir félagarnir ætli að
opna fleiri lyfjabúðir á næstunni sagðist hann ekki vilja
útiloka að svo yrði, það kæmi í ljós.
-F-
34 HEILBRIGÐISMÁL 3/1996