Heilbrigðismál - 01.12.1998, Side 21
Sigurður Stefán /ónsson
ytri aðstæður sem helst ógnuðu heilsu og
lífi í þessu Iandi. Fögur vísa Látra-Bjargar
segir:
Fagurt er í Fjörðum
þá Frelsarinn gefur veðrið blítt,
heyið grænt í görðum,
grös og heilagfiskið nýtt,
en er vetur að oss gerir sveigja
veit ég enga verri sveit,
um veraldarreit,
menn og dýr þá deyja.
Síðan förukonan Látra-Björg orti þetta,
skömmu fyrir Móðuharðindin, höfum við
eignast góð híbýli, skjólföt og ofgnótt mat-
ar. Hungrið og kuldinn eru ekki lengur
streituvaldar þokkalega skynsömu fólki.
Hins vegar má segja að nánast hvað sem er
geti orðið skaðvaldur, sé skynsemi og hóf-
semi ekki viðhöfð. Ofátið er íslendingum
nú margfalt skaðlegra en hungrið. Óþarfar
andvökur eru annað dæmi.
Streituvaldar dýra og manna
Þegar ljónið er í vígahug og antílópurnar
flýja þá er í gangi hið eðlilegasta tilefni
streitu sem hægt er að hugsa sér. Báðir að-
ilar neyta allrar orku. Ljónið til að fá lífs-
viðurværi og antílópan til að bjarga lífi
sínu. Þegar grasbítahjörðin hefur hlaupið
af sér ljónið og nokkra kílómetra í viðbót
stansa dýrin og fara að bíta á ný, róleg og
öll hræðslumerki virðast horfin. í stað há-
spennu streitunnar er kominn friður og
næringarástand tekur við. Eitt dýr kann að
vera á vakt til þess að annast öryggi hjarð-
arinnar. Það sem hér hefur gerst er að árás-
ar- eða flóttaviðbrögð sem vöknuðu við
hættuna, settu í gang háspennuástand í lík-
amanum meðan á þurfti að halda. Þegar
hættan er liðin hjá tekur við ástand slökun-
ar, friðar og næringar.
Árásar- eða flóttaviðbrögð líkamans, sem
vakna í hvert sinn sem við erum reið eða
hrædd og í minna mæli ef við erum gröm
eða kvíðin, eru í mjög stuttu máli sem hér
segir: Streituhormón svo sem adrenalín
hellast út í blóðið strax í byrjun og vekja
svörun alls líkamans. Vöðvaspenna hækk-
ar. Hjartsláttur verður örari og blóðþrýst-
ingur hækkar. Öndun verður dýpíi. Sviti
sprettur fram. Blóðsykur hækkar og síðar
blóðfita. Kólesteról hækkar verulega í lang-
varandi streituástandi. Ef maður (eða dýr)
meiðist veldur streitan því að hæfleiki
blóðsins til að storkna vex hratt. Ónæmis-
kerfið örvast í byrjun streitu en slævist síð-
an verulega. Varnir líkamans veiklast því
og skýrir það að langþreytt fólk verður
Slökun í hvaða
formi sem er
leiðir beint til
hjöðnunar
streituástands.
Flest nútíma-
störf valda
fremur andlegu
en líkamlegu
álagi. Andlegt
álag veldur
gjarnan andvök-
um. Þær eru
einn markviss-
asti streituvald-
ur sem til er.
frekar fyrir pestum og sýkingum af öllu
tagi og batnar seinna en öðrum. Illkynja
sjúkdómar eiga að talið er greiðari leið sé
ónæmiskerfið í veikluðu ástandi viðvar-
andi streitu.
Slökunarviðbrögð eru svo andstæða
streitu - hvíld, friður, endurnæring. Slökun
í hvaða formi sem er leiðir beint til hjöðn-
unar streituástands.
Streituvaldar í mannheimi eru oftast frá-
brugðnir því sem gerist í heimi dýranna,
þótt viðbrögð manna og dýra við álagi séu
í aðalatriðum eins. Ótti og reiði hefur svip-
uð áhrif á okkur og dýrin. Allt álag, einnig
líkamlegt, er streituvaldur. Andlegt álag er
þó varasamara fyrir okkur. Áhyggjur og
óvissa um efnahag, atvinnu og fleira kann
að vera nagandi kvíðavaldur. Flest nútíma-
störf valda meiru andlegu en líkamlegu
álagi. Andlegt álag, til dæmis ritstörf,
stjórnun, óleyst mál eða tilfinningaálag,
veldur gjarnan andvökum sem eru, eins og
fram hefur komið, einn markvissasti
streituvaldur sem til er.
Þá má nefna stefnuleysi, tilgangsleysi,
atvinnuleysi. Það hefur löngum þótt erfið
staða að vera villtur uppi á heiði. Tilgangs-
leysi í lífinu er sama eðlis. Óöryggi, jafnvel
feimni, er í sjálfu sér streituvekjandi
ástand, það að hafa ekki leyfi til að vera
eins og maður er en þurfa sífellt að vera
Góður svefn er ein af forsendum þess að
hægt sé að lifa án streitu. Vakin er athygli
á því að í næstsíðasta hefti Heilbrigðis-
mála (2/1998) var ítarleg grein um svefn
og hvíld.
HEILBRIGÐISMÁL 4/1998 21