Samtíðin - 01.09.1935, Side 5

Samtíðin - 01.09.1935, Side 5
SAMTÍÐIN September 1935. Nr. 15. 2. árg., 7. hefti. SAMTÍÐIN vill komast inn á sem flest íslensk heimili í bæjum og sveitum, og mun hún reyna að bregðast ekki þeim vinsældum, sem hún hefir þegar hlotið víðsvegar um landið. Vér viljum flytja lesendum vorum stuttar og gagnorðar greinar, snjallar sögur, dulrænar sagnir, kveðskap, skrítlur og íhugunarverðar smágreinar. En auk þess viljum vér reyna að birta yður smám saman yfirlit um ýmislegt af því merk- asta og besta, sem út kemur af bókum árlega, bæði hér á landi og sr- lendis. SAMTÍÐIN vill vera boðberi til þeirrar kynslóðar, sem þráir að lesa s a n n a n fróðleik sér til gagns og skemtunar. Oss er það ljóst, að margir af lesendum vorum hafa nauman tíma til lestrar. En því kær- komnari vonum vér, að þeim verði s t u 11 u sögurnar og greinarnar, sem SAMTÍÐIN flytur þeim, og þeir geta lesið í örstuttum tómstundum. Til þess að afla nýrra áskrifenda hefir oss dottið í hug sú leið, að snúa oss beint til lesenda vorra, og munum vér greiða 1 k r ó n u fyrir hvern þann áskrifanda, sem oss er útvegaður. Viljum vér beina þeirri spurningu til unglinga nær og fjær, hvort þeir mundu ekki vilja vinna sér inn nokkrar krónur á þennan hátt. Þeir, sem vilja sinna þessu, þurfa ekki annað en senda SAMTÍÐINNI (Pósthólf 607, Reykjavík) nöfn og heimilisfang hinna nýju áskrifenda, sem þeir útvega, og árgjald hvers þeirra, 5 krónur, að frádreginni 1 krónu á mann, og munum vér þá tafarlaust senda nýju áskrifendunum tímaritið frá ársbyrjun 1935. Vér viljum vekja athygli lesenda vorra á forustugrein þessa heft- is, er nefnist Lokað land. Ber að skoða hana sem framhald af greinum þeim í fyrri heftum, er ritaðar hafa verið til þess að opna augu manna fyrir þeirri nauðsyn, að ísland geti veitt erlendum ferðamönn- um viðtöku. Nú er loks farið að skrifa um þetta stórmál í blöðin. í þessu hefti segir hirm vinsæli söngvari vor Stefán Guð- mundsson (Stefano Islandi) frá merkasta áfanganum á lista- mannsbraut sinni.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.