Samtíðin - 01.09.1935, Síða 6

Samtíðin - 01.09.1935, Síða 6
4 samtíðin LOKAÐ LAND Með landnámi og byggingu íslands var unnið eitt hið mesta afrek, sem sögur fara af á Norðurlöndum. Hóp- ar manna tóku sig upp úr átthögum sínum og fluttust búferlum yfir reg- inhaf til nýfundins eylands langt frá öðrum löndum. Hér var skorið á öll bönd, allar þær römmu taugar, er tengdu þetta fólk við ættlandið fagra, Noreg, og þeyst út á hafið á opnum fleytum. Bak við þetta dæmafáa til- tæki hljóta að liggja miklar orsakir. Um þær eru menn ekki á eitt sáttir. En hitt er víst, að útflytjendunum var það full alvara að fara hingað, hvað sem hver segði. Þeir létu það ekki á sig fá, þó að fyrirheitna landið hefði hlotið kuldalegt nafn eða nöfn og dómar manna um það væru mis- jafnir. Þeir námu landið, stofnsettu þar nýtt ríki, urðu að nýrri þjóð og sköpuðu smám saman glæsilegri bók- mentir en nokkur önnur germönsk þjóð. Slík afrek gerast ekki nema endr- um og eins í sögu mannkynsins. Síð- an ísland bygðist eru nú liðin rúm- lega 1000 ár, en aldrei hefir fremur en nú verið ástæða til að minnast frumbyggja landsins með þakklæti. Nú höfum vér loks hlotið þá aðstöðu, að vér getum þakkað landnámsmönn- um íslands fyrir það, að þeir skyldu hafa djörfung til að skapa okkur til- veru einmitt hér á eyjunni fögru við ysta haf. ísland er gagnauðugt land frá nátt- úrunnar hendi og bíður eftir verk- legum framkvæmdum á nálega öllum sviðum. Hér við land eru ein hin auð- ugustu fiskimið í víðri veröld. Víða á landi voru eru grösug láglendi með ágætum ræktunarskilyrðum. Þá eru hér og vellandi hverir með ótæmandi hitagjafa, fjöldamargir fagrir o g orkuríkir fossar, sem aðrar þjóðir mundu vilja gefa offjár fyrir að eiga, og náttúrufegurð meiri og margvís- legri en víðast hvar annars staðar. Það er því engin furða, þó að útlend- ingar hafi litið land vort girndaraug- um frá fyrstu tíð og geri það enn. En þrátt fyrir öll hin margvíslegu gæði lands vors, er saga íslensku þjóð- arinnar ömurleg harmsaga og á tíma- bilum hin ægilegasta hungurbarátta. Og menn hafa jafnvel látið sér þau orð um munn fara, að eitt hið mesta þrekvirki íslendinga hafi verið í því fólgið, að þeir hafa megnað að halda í sér líftórunni fram á þennan dag. Örlög íslendinga hafa jafnan verið mjög háð samgöngunum við útlönd eða siglingum milli íslands og ann- ara landa. Nátengd þessu er verslun vor við aðrar þjóðir. Þetta hefir út- lendingum löngum verið ljóst og ljós- ara miklu en oss. Með Gamla sátt- mála tók Noregskonungur siglinga- mál vor í sínar hendur og þar með íslandsverslunina til ráðstöfunar eins og hún lagði sig, og hefði sú ráðstöf-

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.