Samtíðin - 01.09.1935, Síða 8

Samtíðin - 01.09.1935, Síða 8
6 SAMTÍÐIN TIL ÍHUGUNAR Ef við semjum f járhagsáætlun, verðum við óánægð áður en við eyðum fjármunum okkar; en að öðrum kosti kemur óánægjan ekki fyr en eftir á. I hvert sinn, sem við hopum fyrir örðugleikunum, nálgumst við það, sem kallað er að fara í hundana. James L. Halliday. Hlutverk bókmentanna er ekki í því fólgið, að við séum sjálf að gutla við að yrkja, heldur í því, að þær ljá okkur til fylgdar vitrustu andans menn allra alda og allra landa. Ruskin. Það er vissulega frekar óskynsamlegt að ráðleggja mönnum að neyta nokkurs, ef þeir eru veikir og lystarlausir. Engar skepnur leggja sér neitt til munns, þegar þær eru veikar; það er svo illur að, að jafn- vel svínin þverneita að éta, þegar þau eru veik. Mennirnir einir virðast halda, að þeir verði að neyta fæðu til þess að viðhalda líkamskröftum sínum, hvort sem þeir eru heilbrigðir eða sjúkir. Dr. Hay. Það er mjög eftirtektarvert, hve náið samband er milli gigtar og armæðu í lífinu. Það er algengt, að gigtveikt fólk geti rakið upphaf veikinnar til andlegrar vanlíðanar. Kona ein varð t. d. gigtveik, cr maður hennar misti atvinnu sína og barn hennar varð fyrir því að kveikja í húsinu, sem fjölskyldan bjó í. Önnur kona varð skyndilega gigtveik, er dóttir hennar fyrirfór sér. Gagnvart hundinum sínum er hver maður Napoleon; af því eru hundar jafnvinsælir og raun er á. Aldous Huxley. Því meira sem þú hugsar, því voldugri mun skynsemi þín verða. George A. Dorsey.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.