Samtíðin - 01.09.1935, Side 9

Samtíðin - 01.09.1935, Side 9
SAMTÍÐIN 7 STEFÁN GUÐMUNDSSON: Þegar ég söng fyrsta óþeruhlutverk mitt [Stefán Guðmundsson, hinn ungi óperusöngvari vor, sem undan- farnar vikur hefir dvalist hér heima á Islandi og áunnið sér fádæma vinsældir fyrir söng sinn og framkomu í hvivetna, hefir leyft SAM- TÍÐINNI að birta eftirfarandi frásögn. Hann mun nú á komandi ár- um bera hróður Islendinga víða um lönd, því að enginn vafi leikur á því, að hann er meðal fremstu listamanna á sínu sviði. Heill og hamingja fylgi honum]. I. Ég söng fyrsta óperuhlutverk mitt í Firenze á ítalíu árið 1933. En áður en ég vík að því, þykir mér rétt að drepa lítillega á söng- nám mitt, þar sem það var nauð- synlegur undanfari þess, að ég réðst í að syngja í óperu. Ég skal annars vera fáorður um alt þetta. Ég fór frá íslandi í febrúarmán- uði 1930 og sigldi beina leið frá Reykjavík til Genúa. Þar dvaldist ég síðan í rúma tvo mánuði bæði til þess að komast niður í ítölsku, sem ég hafði áður aðeins kynst á bók, og einnig til þess að venj- ast háttum ítala. Frá Genúa fór ég síðan til Mílano, en þangað var ferð minni heitið; þar ætlaði ég að læra að syngja. 1 Mílano lenti ég fyrst hjá dönskum hjónum, er seldu mönn- um fæði og höfðu auk þess her- bergi til leigu. Þar frétti ég til ágæts söngkennara, sem þau hjón- in höfðu bein kynni af, og ráð- lögðu þau mér eindregið að leita tilsagnar hjá honum. Þessi söng- kennari fór um þær mundir yfir óperur með einum af frægustu tenórsöngvurum heimsins, Pertile. Ég var nú hjá honum nokkurn tíma, en fór frá honum, af því að mér virtist, að hann væri fremur píanóleikari en söngkennari. Alt var þetta þó í besta samkomu- lagi, enda benti söngkennari þessi mér á annan kennara, og fór ég tafarlaust til hans. Hann var gam- all óperusöngvari (tenór), kom- inn á sextugsaldur, og hét Pietro Zeni. Hjá honum var ég síðan, meðan hann lifði, en hann andað- ist nálega ári eftir að ég kom til hans, og sá ég mjög eftir honum. Því næst hitti ég að máli ýmsa söngkennara í Mílano í því skyni að velja mér þann, sem mér lík- aði best við, og söng ég í því sam- bandi fyrir ýmsa þeirra. Fyrir vali mínu varð maður, sem Caronna heitir, og hefi ég verið hjá honum

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.